Leita í fréttum mbl.is

Loddarar finna lyktina

Málstaðurinn um vernd umhverfisins er afar þokkafullur í augum pólitískra loddara, hvort sem þeir eru íslenskir eða bandarískir. Að verðlauna þessa menn fyrir boðskap sem þjónar einungis þeim tilgangi að vekja athygli á þeim sjálfum er út í hött. Það er jafnvel enn meira út í hött að hengja friðarmedalíu á umhverfisverndarsinna. Fengju þeir að ráða væri mun meira um ófrið, einkum í þriðja heiminum, því umhverfisvernd snýst um að takmarka svigrúm ríkja til vaxtar svo kúlan „mengist“ ekki enn frekar. Rót ófriðar er fátækt og skortur á tækifærum. Nær væri að verðlauna hagfræðinginn Hernando De Soto sem bent hefur á raunhæfar lausnir á vanda heimsins.

Það ætti að vera hverjum manni klingjandi viðvörunarbjalla þegar menn eins og Ólafur Ragnar og Al Gore taka upp málstað. Þeir munu aldrei gera umhverfinu nokkurt gagn, einungis nota það sjálfum sér til framdráttar. Það er lenska úti í hinum stóra heimi að kaupa verðlaun, þetta er á margra vitorði. Ekki veit ég hvort forsetafrúin borgaði brúsann eins og haldið hefur verið fram, en bendi á að þetta viðgengst í meira mæli en sterar í íþróttum. „Vinátta“ hennar hefur örugglega ekki skemmt fyrir.

Eins og bent hefur verið á og ljóst er öllum nema trúuðum, eru verulegir vankantar á glærusýningu Al Gore. Óþarft er að taka mig trúanlegan og lesa það sem hann sagði sjálfur um myndina. Það væri Nóbelsverðlaununum vart til framdráttar að verðlauna hann, en það er reyndar ekki úr háum söðli að detta, því menn eins og Arafat hafa fengið verðlaunin og ekki fljúga friðardúfur upp úr slóð hans, svo mikið er víst.

„Ef þú vilt bæta heiminn, byrjaðu þá á sjálfum þér“, er mér kær setning. Hún er Al Gore hins vegar ekki kær, því hann hefur ekki tekið eitt skref sjálfur í þá átt að bæta heiminn á þann hátt og sóar allri þeirri orku sem honum frekast er unnt við að kynda heimili sín (20 sinnum meiri orkunotkun en meðalalið í Bandar.) og fljúga gamalli einkaþotu sinni (árgerð 1977). Þetta sýnir svart á hvítu að honum er hjartanlega sama um umhverfið en sýnir því áhuga meðan það þjónar hans hagsmunum.

Þrátt fyrir þetta hvet ég trúaða til að halda áfram að klappa. Ég er nefnilega bölvað kvikindi og hef lúmskt gaman að því þegar fólk gerir sig að fífli.


mbl.is Veðjað á að Al Gore fái friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður pistill, en mér fanns DV samt skjóta sig illilega í fótinn með fréttinni að Dorrit hefði keypt verðlaunin handa Ólafi. Illa unnin og rætin frétt og festir í sessi sorp-stimpilinn á blaðinu. (Ég er ekki aðdáandi ÓRG)

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Margt til í þessu hjá þér, góð lesning. En þegar ég byrjaði að lesa og áttaði mig á því að þetta fjallaði aðallega um Al Gore, þá mundi ég eftir því að hafa lesið gamla bloggfærslu hjá þér um kappann og þeirri staðreynd að þér er ekki sérlega vel við manninn, enda Demókrati.

Hannes nokkur Hólmsteinn myndi eflaust ganga svo langt að segja að bara fyrir það eitt að vera í þeim flokki væri sá hinn sami "afar ógeðfelldur maður"

Guðmundur Bergkvist, 10.10.2007 kl. 15:19

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fallegur pistill. Takk.

Ingvar Valgeirsson, 15.10.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband