Leita í fréttum mbl.is

Að sjá ljósið

Hver trúir því í raun að óskírð börn dveljist í forgarði helvítis? Hlægileg vitleysa. Við verðum að hætta að koma fram við Páfagarð og fylgitungl hans eins og þroskahefta.
mbl.is Óskírð börn ekki lengur í forgarði vítis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hvergi að finna neitt Helvíti í Biblíunni sem er einhver vist þar sem einhverjir kveljist um eilífð. Uppdigtun Vatikansins þegar sala aflátsbréfa stóð yfir. Lífsseig mannasetning eins og Kristur kallaði svona.

Siggi (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: AK-72

Þetta er nú bara endurskipulagning og hagræðing fyrir markaðsdeildina. Með því að segjast vera búin að loka forgarði helvítis, þá lækkar rekstrakostnaðurinn og fólk fer bara beint inn til djöfsa, í stað þess að þurfa að vera í limbó í  lengri tíma. Hugsaðu þér allan kostnaðinn sem sparast við það þurfa ekki að borga fyrir hreinsunareldinn lengur og starfsfólkið sem vann við að kvelja lýðinn þarna.

AK-72, 27.4.2007 kl. 13:57

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Kenningin um Limbó hefur reyndar aldrei verið skilgreind sem kennisetning kirkjunnar. Hún var guðfræðileg tilgáta sem að mestu hvíldi á kenningu hl. Ágústínusar um erfðasyndina en var hafnað sem boðun fyrir löngu og guðfræði nútímans hafnar henni. Þetta kom fram í frétt mbl.is en hefði mátt gera það með enn skýrari hætti. Sjá hér: [1

Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.4.2007 kl. 22:07

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég var einu sinnu í trúfélagi og spurði endalusra spurninga sem ég vissi að öðrum fannst þreytandi. Ég t.d. átti erfitt með að sætta mig við helvítið, með eða án fordyri. Ég kom með tilllögu: Getur ekki verið að Guð sé til sem einskonar ljós eða þekking, auk þess sem honum er oft líkt við brauð, án ljóss í einhverri mynd villumst við af leið, án þekkingar fer illa og án matar deyjum við. Hins vegar er djöfullin eins og myrkrið og myrkrið er aðeins skortur á ljósi, ekkert afl í sjálfu sér, aðeins skortur á ljósi, en eins og allir vita sem ganga í myrkri getur maður hrasað um hinar minnstu þúfur. Án matar, ljóss og þekkingar deyjum við. Þar af leiðandi gæti alveg eins verið að Djöfullinn væri ekki til enda væri hann bara skortur, nákvæmlega ekki neitt. Þessi tillaga var kolfelld.

Benedikt Halldórsson, 27.4.2007 kl. 22:33

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ef ég mætti velja, myndi ég kjósa Limbó. Það hlýtur að vera meira gaman þar en í helvíti og himnaríki. Hljómar eins og diskótek, heitir ekki einhver dans þessu nafni?

Þetta er áhugaverð pæling Benedikt, en augljóst hví henni var hafnað, hún er valdlaus, hún dregur tennurnar úr helvíti og getur því ekki verið notuð sem vöndur á guðhræddar sálir sem hafa afvegaleiðst frá því að blindnitreysta foreldrum sínum í æsku yfir á ímyndaðan föður á fullorðinsárum. Ég sé fyrir mér helvíti með fordyri, það er fyndið. Ætli það sé ekki hægt að fá grunnteikningu hjá byggingafulltrúa? Ekki ónýtt fyrir þá sem voru nefndir án íhlutunar geistlegra að sjá hvar þeir eiga að verja eilífðinni.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 27.4.2007 kl. 23:38

6 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Við þetta langar mig að bæta að ég er orðinn þreyttur á þeim ósið að taka á trúnni með silkihönskum. Eins og þeir séu þroskaheftir og ekki megi særa þá með óþægilegum spurningum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 27.4.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 113946

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband