Leita í fréttum mbl.is

Vísindindalegar mælingar kvikmynda

Áhugalækninum vex fiskur um hrygg. Í kvöld horfði Afspyrnuklúbburinn á myndina Va savoir (Hver veit?) sem er frönsk og fjallar um leikhúsfólk og líf þess. Á löngum 150 mínútum komumst við að því að leikkonan sá eftir að hafa hætt með heimspekiprófessornum, leikstjórinn var að leita að týndu leikriti, núverandi kona prófessorsins var danskennari, barnabarnabarn leikskáldsins sem samdi verkið týnda varð ástfangin af leikstjóranum og bróðir hennar stal hring af konu heimspekiprófessorsins. Hver veit? er á margan hátt áhugaverð mynd, en þó ekki áhugaverð á þann hátt sem filmmakararnir gerðu sér vonir um. Maður veit miklu betur nú en áður hvernig ekki á að bera sig að við kvikmyndagerð. Maður á til dæmis ekki að láta aðalpersónuna semja bréf og lesa það upphátt um leið. Það gerist of hægt. Þannig var þessi mynd: h  æ  g. Einnig kennir þessi mynd að eigi er affarasælt að taka sig of hátíðlega. Það má heldur ekki nota ódýr brögð eins og að taka afsteypu af hring á konufingri um leið og hún kyssir elskhugann. Hún var ekki lömuð fyrir neðan háls en fann þó ekki fyrir því þegar blá leirklessan þrýstist á hringinn. Kannski var hún lömuð fyrir ofan háls?

Jæja, þetta var nú ekki umræðuefnið, heldur vísindin. Já vísindin sem efla alla dáð. Áhugalæknirinn tók fram græjurnar snemma í kvöld og mældi limina einn af öðrum fyrir og eftir sýningu. Að vísu fóru tveir limir áður en sýningu lauk og verða því ekki teknir með í mælingunni að þessu sinni. 

Niðurstöðurnar á gæðum myndarinnar voru sem sagt þessi:

Aggi fyrir 84/143, Aggi eftir 87/130. Gaf 1,5 stjörnur. Vísindin segja: Mjög rólegur: 1 stjarna.

Herbert fyrir 88/138, Herbert eftir 90/144. Gaf 1,5 stjörnur. Vísindin segja: Frekar spenntur: 3 stjörnur.

Neddi fyrir 97/154, Neddi eftir 92/147. Gaf 1,5 stjörnur. Vísindin segja: Frekar rólegur: 2 stjörnur.

Orri fyrir 74/138, Orri eftir 79/136. Gaf 2,5 stjörnur. Vísindin segja: Frekar rólegur: 2 stjörnur.

Heiðrún fyrir 70/121, Heiðrún eftir 75/130. Gaf 2 stjörnur. Vísindin segja: Frekar spennt: 3 stjörnur. 

Af þessu sést að vísindin mæla nokkra skekkju milli þess sem limir segja og svo hvað þeim raunverulega finnst.

Áhugalæknirinn er svo hrifinn af læknavísindum sínum að hann er að hugsa um að innrétta skurðstofu niðri í kjallara. Fékk fínan læknabekk í Góða hirðinum en fann ekki notaða skurðhnífa neins staðar. Er að kanna verð á slíkum græjum á internetinu. Honum skilst að það sé í fínu lagi að praktísera lækningar svo lengi sem það er ekki gert í hagnaðarskyni, enda er ekki meiningin að gera atvinnu úr áhugamálinu, aldeilis ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 113986

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband