Leita í fréttum mbl.is

Fegurð mannlífsins

Ef ég hugsa um orðið forræðishyggja dettur mér fyrst í hug stjórnmálaflokkar vinstramegin við miðjuna. Það eru jú þeir sem telja sig vita betur hvað mér og þér er fyrir bestu. Hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki, blasir það við af gjörðum þeirra og skoðunum. Þeim finnst að ríkið eigi að sjá um  flest - ef ekki allt - og þeir og vinir þeirra eigi svo að stjórna ríkinu. Þeir voru til dæmis á móti því að við gætum keypt bjór á Íslandi (og eru trúlega enn), þeir voru líka á móti því að fleiri en ein sjónvarpsrás væri á Íslandi. Þeir vildu ekki að ríkið seldi bankana, símann, skipafélagið, prentsmiðjuna, bifreiðaskoðunina og lyfjaverksmiðjuna. Og þeir eru auðvitað á móti klámi. Ef þeir réðu á Íslandi væri klám bannað með öllu og sérstök lögregla sæi um að enginn færi á klámsíður á netinu. Þessi frétt birtist á Vísi 25. febrúar:

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill setja á fót netlöggu, til þess að hindra aðgang að klámi og annarri óáran, á netinu. Steingrímur lét þessi orð falli í Silfri Egils á Stöð 2 í dag. Það var verið að ræða um klámráðstefnuna sem ekki fékk inni á Íslandi, og Egill spurði Steingrím hvort hann vildi þá ekki ganga lengra og skera upp herör gegn öllu klámi. Steingrímur kvað já við. Hann sagðist vilja stofna netlögreglu sem meðal annars og einkum ætti að koma í veg fyrir klámdreifingu á netinu. Steingrímur kvaðst einnig vera á móti nektar og súlustöðum, og ef hann fengi að ráða myndi hann reyna að koma þeim úr landi.

 

Í viðtali í Blaðinu um daginn bölsóttaðist Davíð Þór Jónsson, fyrrverandi Bleikt og blátt ritstjóri, út í þá sem voru á móti því að klámframleiðendur kæmu til landsins og kallaði það forpokun og forræðishyggju. Blaðamaður (Kolbrún Bergþórsdóttir) benti honum á að hans flokkur, Vinstri grænir, hafi talað nokkuð einum rómi í þessu máli og spurði hvort hann styddi ekki þann flokk. Davíð sagði svo vera, en það væru umhverfis- og utanríkismálin sem réðu atkvæði hans.

Kæmust Vinstri grænir til valda, væri netlögregla næsta vís og það veit Davið. En það gerir ekkert til, hann kaus þá vegna umhverfis- og utanríkismálanna.

Í þessum skringilegu mótsögnum birtist Fegurð mannlífsins. Fegurð vegna þess að það er ekki hægt að segja neittt annað. Lífið er mótsagnakennt og því meira æpandi sem mótsagnirnar eru, því fegurra.

Fleiri standa frammi fyrir svipaðri mótsögn, þó ekki sé hún eins svæsin og hjá Davíð Þór. Það voru nefnilega vel flestir stjórnmálaleiðtogar þessa lands sem misstu fótanna á klámsvellinu. Sumum er kannski vorkunn, það er stutt í kosningar og pólitískt hugrekki með minnsta móti. Álit mitt á sumum stjórnmálamönnum hefur minnkað talsvert. Var þó ekki úr háum söðli að detta. Það vantar menn með pólitískt hugrekki, menn sem þora að standa við skoðanir sínar og hugsjónir, ef þeir hafa þá einhverjar.

Heilt yfir er ég sár vegna þessa máls, sár vegna þess að frjálslyndi, frelsi og mannréttindi, lutu í lægra haldi fyrir forpokun og forræðishyggju.

Ætli ég verði ekki líka að láta utanríkis- og umhverfismálin ráða mínu atkvæði í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 114001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband