Leita í fréttum mbl.is

Ferð höfundarins 2. útgáfa

Kvikmyndaskráin í bókinni

Um þessar mundir er ég að vinna í atriðisorða- og kvikmyndaskrá nýrrar útgáfu á bókinni Ferð höfundarins eftir Christopher Vogler sem kom fyrst út í minni þýðingu 1997. Síðan þá hefur bókin tvisvar verið endurútgefin og aukin á ensku, en þessi nýja íslenska útgáfa sameinar aðra og þriðju útgáfu hennar í eina glæsilega 150 blaðsíðum lengri bók á okkar ástkæra og fjölskrúðuga máli íslenskunni.

Þegar bók er komin á það stig að hægt er að gera atriðisorðaskrá er ljóst að stutt er í útgáfu. Það hefur tekið lengri tíma en ég áætlaði að ganga frá nýju útgáfunni en nú er því verki sem sagt lokið. Ég get slegið því föstu, án þess að lofa upp í ermina á mér, að bókin kemur út snemma á næsta ári.

Ferð höfundarins er eitt af undirstöðuritum þeirra sem leggja fyrir sig sögusmíðar, hvort sem þær birtast á bókfelli, tjaldi eða sviði. Svo er það einskonar bónus við bókina að hana má nota sem leiðsögutæki, GPS græju, til að rata um lífið.

Ljósmyndin sem fylgir þessari færslu er af kvikmyndaskránni en þar eru veggspjöld allra kvikmynda sem nefndar eru í bókinni. Veggspjald kvikmyndar er ómissandi hluti af söguheiminum, eru í mörgum tilfellum inngangur að sögunni, það fyrsta sem væntanlegir aðnjótendur sjá. Það gefur tóninn, andrúmsloftið og þemað.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað það er sem gerir Ferð höfundarins svona vinsæla. Ég held að hluti af skýringunni sé sú að ef maður notar kvikmyndina Löggan í Beverly Hills með Eddie Murphy til að varpa ljósi á algildan sannleika í mannlegri tilveru að þá sértu kominn með Bingó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband