Leita í fréttum mbl.is

Skilja ekki einföldustu hluti

Þessar skattahækkanir eru vísbending um að ráðandi stjórnmálamenn skilji ekki einföldustu hluti varðandi skattlagningu og hámörkun afraksturs af henni. Eðlilegra er að fella niður aðkomugjöld til landsins. Það myndi skila sér í miklu hærri skatttekjum í gegnum háskattaða vöru og þjónustu sem ferðamenn kaupa meðan á dvöl þeirra stendur.

Og á meðan stjórnmálamenn tala hátt um að nú þurfi að auka reglur og eftirlit með fjármálastarfsemi komast þeir upp með að leggja á ofurskatta, til dæmis í nafni samgöngubóta, en nota svo aðeins brot af skatttekjunum til samgöngubótanna. Svo virðist að stjórnmálamenn telji sig óháða einmitt því aðhaldi sem þeir telja að skorti annars staðar.

Til að kóróna ósvífnina leggja stjórnmálamennirnir fram tillögur að aukinni skattheimtu á samgöngurnar í landinu, til þess, jú, að bæta samgöngur. Ekki er nein ástæða til að trúa því.


mbl.is Gagnrýna kostnaðarhækkarnir á flugfélögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 114021

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband