Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Fjármál

Lífiđ eftir krónu

Ég hef veriđ ađ velta fyrir mér hvernig megi losna viđ gjaldmiđilinn okkar. Ađ mínum dómi eru kostirnir viđ ađ halda úti lögeyri í landinu miklu fćrri en gallarnir.

Kostirnir eru einkum ţeir ađ međ lćkkandi gengi er í raun veriđ ađ lćkka laun sem aftur gerir fyrirtćkjum auđveldara međ ađ halda í starfsmenn; ţurfa ekki ađ segja upp fólki. Ţessi röksemd fyrir tilverurétti krónunnar er raunar veik núna vegna ţess ađ ţrátt fyrir stórkostlegt gengisfall er atvinnuleysiđ mikiđ.

Gallarnir eru ma. ţeir ađ krónan er „hagstjórnartćki“ ţeirra sem fara međ völdin í landinu. Ţegar stjórnmálamenn međ ranghugmyndir um efnahagsmál halda um stjórnartauma (eins og tilfelliđ er núna) er auđveldara fyrir ţá ađ glutra efnahagsmálum niđur međ krónuna ađ vopni heldur en dali svo dćmi sé tekiđ. Án krónu er meira ađhald í ríkisfjármálunum. Miklu meira ađhald. Ţađ ađ Seđlabankinn eigi ađ heita sjálfstćđ stofnun er bara píp, og ţađ er ekki bara píp á Íslandi, heldur í Bretlandi líka. Ţađ sást glöggt í fyrra ţegar litlu mennirnir í Stóra Bretlandi beittu Ísland hryđjuverkalögum.

Undanfarin ár hefur gengi krónunnar veriđ allt of hátt skráđ sem kostađ hefur útflutningsatvinnuvegina gríđarlegar fjárhćđir. Ferđamenn streyma til landsins nú ţegar gengiđ er veikt. Hversu mörgum ferđamönnum missti landiđ af undanfarin ár vegna óeđlilega strerkrar krónu? Ţađ eru án efa háar upphćđir. Fyrir utan ţetta blekkti of sterk króna flesta landsmenn til ađ halda ađ ţeir vćru ríkari. Ţađ leiddi til aukinna fjárfestinga og meiri viđskiptahalla.

Ísland er lítiđ land og ţađ er erfitt fyrir embćttismenn og stjórnmálamenn ađ standast ţá freistingu ađ hygla einum á kostnađ annars. Ţetta kemur glöggt fram ef skođuđ er viđskiptasaga landsins. Flugfélag Íslands sem ţá var átti greiđan ađgang ađ ríkisábyrgđum á međan Loftleiđir og önnur fyrirtćki í landinu nutu ekki ţeirrar fyrirgreiđslu. Ţetta olli stórkostlegri markađmismunun og skađađi viđskiptalíf landsins mjög. Án krónu vćri opinber stjórnsýsla í peningamálum, međ tilheyrandi kostnađi, miklu minni og líkurnar á misnotkun ţví minni ađ sama skapi. 

Til ađ losna viđ byrđina sem krónan leggur á ţjóđina ćttum viđ ađ gera gjaldeyrismál frjáls og leggja niđur sérstakan lögeyri á Íslandi. Hver og einn getur ţá höndlađ međ ţann gjaldmiđil sem hann kýs. Fyrirtćki sem selur vöru í dölum getur greitt laun í dölum, fyrirtćki sem selur vöru í evrum getur greitt laun í evrum, og svo framv. Í stađ fyrirfram ákveđinna launa sem taka ekkert tillit til gengi vöru eđa ţjónustu á markađi er réttast ađ taka upp skiptahlutskerfi (eins og tíđkast hefur í sjávarútvegi um aldir), ţannig ađ ef verđ á vöru eđa ţjónustu hćkkar, hćkka laun til samrćmis viđ ţađ. Varđandi laun opinberra starfsmanna vćri eđlilegast ađ miđa viđ myntkörfu ţeirra gjaldmiđla sem mynda tekjur ríkisins. Ef ţađ vćri halli á rekstri ríkisins ćttu tekjur opinberra starfsmanna ađ minnka hlutfallslega til ađ jafna út ţann halla og ađ sama skapi ćttu tekjur ţeirra ađ hćkka ef ţađ vćri afgangur.

Ef notast vćri viđ alţjóđagjaldmiđla á Íslandi myndi verđmćtasköpun og eign fólks almennt vera miklu skýrari. Međ krónuna eru allir í ţoku um raunveruleg verđmćti og eignir. Erlendir ađilar sem hugsanlega hefđu áhuga á ađ fjárfesta á Íslandi eđa stofna ţar fyrirtćki, ţyrftu ekki ađ klifra yfir krónuhindrunina (setja sig inn í „hagstjórnina“) og taka á sig ţá áhćttu sem fylgir gjaldmiđlinum.  

Ţađ vćri sársaukafullt ađ sumu leyti ađ vera án krónu, en sá sársauki vćri jafn og ţéttur, en kćmi ekki í bylgjum eins og veriđ hefur undanfarna áratugi í krónuumhverfinu.


Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Hér er allt látið ósagt, kyrrt látið liggja og ekkert gefið í skyn.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 105723

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband