Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Forsjárhyggju samfélagið

Vitaskuld á það að vera á ábyrgð foreldra hvort börn undir 18 fara í ljósabekki. Þessi opinbera afskiptasemi er ekkert minna en hlægileg. En hún er líka stórhættuleg, því opinber forsjáriðnaður verður alltaf að finna sér ný og ný viðfangsefni til að halda sjálfum sér við (búa til nýja óvini). Þannig eykst opinbera forsjáin smátt og smátt þar til hún hefur fest samfélagið í viðjar hreinnar flónsku sem haldið er við með ofbeldi.
mbl.is Börnin fái að fara í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðingar bannlaga

Ætli ekkjur og aðrir syrgjandi fjölskyldumeðlimir í Mexíkó séu sammála þeim sem vilja viðhalda bláu banni við öðrum fíkniefnum en víni og tóbaki?

Tollurinn sem greiða þarf vegna þessara skammsýnu sjónarmiða er miklu hærri en ef það væri ekki amast við fíkniefnum og þau sett undir lög og reglur eins og önnur neysluvara.

Hörmungarnar sem bann veldur eru gríðarlegar, eins og þeir sem orðið hafa fyrir árásum eða þjófnuðum eiturlyfjafíkla, vita.

Alkóhólistar á batavegi eru hvattir til að horfast í augu við fíkn sína og sjálfa sig undanbragðalaust. Erum við að horfast undanbragðalaust í augu við afleiðingarnar af fíkniefnabanninu?


mbl.is Yfir 15.000 myrtir í eiturlyfjastríðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 114025

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband