Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Röng stefna

Loðin og óljós svör fólksins sem vildi að allt væri uppi á borðum eru frekar hlægileg. Af hverju segja þau ekki hreint út hver áform þeirra eru? Hvar er heiðarleikinn sem Jóhönnu var svo hugleikinn áður? Er þetta opin stjórnsýsla?

Það er líka áhugavert að sjá hvernig þau fara að því að slá „skjaldborg um heimilin.“ Er þetta virkilega skjaldborg? Mér sýnist þetta líta meira út eins og þau séu að slá skjaldborg um ríkissjóð.

Ríkisstjórn Íslands er að finna það á eigin skinni, sem svo margir bentu á, að skattahækkanir þýða ekki endilega auknar skatttekjur. Aukin skattheimta dregur máttinn úr atvinnulífinu, kakan sem ríkið fær hluta af minnkar þótt hluti ríkisins af henni stækki. Á þessu tapa allir. Furðu sætir að þau skuli halda þessari stefnu til streitu.

Því lengur sem þau draga að skera niður hjá ríkinu, því sársaukafyllra verður það.

Hér eru tillögur að niðurskurði:

1. Taka stjórnmálaflokka af framfærslu ríkisins. Ríkisvæðing stjórnmálaflokkanna er eitt mesta hneyksli síðari ára.

2. Leggja niður Seðlabankann og taka upp dal.

3. Leggja niður forsetaembættið.

4. Draga úr niðurgreiðslum í landbúnaði.

5. Sameina ríkisbankana í einn.

6. Draga stórlega úr fæðingarorlofsgreiðslum.

7. Engar fleiri ráðningar (án auglýsinga eða með) til ráðuneyta og stofanana út kjörtímabilið.

8. Fækka sendiráðum (opna heimasíður í staðinn).

9. Lögleiða kannabis. Það sparar gjaldeyri og löggæslu (nota Holland sem fyrirmynd).

10. Stöðva framkvæmdir við byggingu tónlistarhússins í höfninni (pakka í plast og bíða þar til betur árar og selja það svo).

11. Fækka ráðuneytum og ráðherrum.

 Molar eru líka brauð. Virkja þarf þjóðina í að standa saman og spara.


mbl.is Skattar munu hækka eitthvað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin er einföld

Það er ótækt að Ísland þurfi að reiða sig á velvild manna í norska olíusjóðnum sem hafa hagsmuni þess sjóðs fyrst og fremst að leiðarljósi. Það er glapræði að sá kostur sé uppi að fjársterkir aðilar geti tekið svona stöður. Eina raunhæfa lausnin fyrir Ísland er að taka upp dalinn. Þessi uppákoma er enn ein sönnun þess að krónan er úrelt, búin að vera, í alþjóðlegum fjármálaheimi.
mbl.is Tók stöðu gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikarar óskast

Frægt leikskáld sagði eitt sinn að lífið væri leikrit og mennirnir leikarar á sviðinu. Íslenska útgáfan af leikriti lífsins er ólík mörgum erlendum uppfærslum að því leyti að í því eru of fáir leikarar. Það vantar fleiri leikara sem fara út að borða, kaupa í matinn, fylla tankinn, drekka vín, fara í bíó, ferðast um landið og gera yfirleitt það sem leikarar í leikriti lífsins gera.

Halló! Er einhver þarna?
Halló! Er einhver þarna?

Erlendur leikari eyðir 20 þúsund á dag
2008 komu um 473 þúsund útlendingar til landsins og dvaldist hver um viku í landinu (spáð var 600 þús í ár). Ekki er óvarlegt að áætla að hver ferðamaður á Íslandi verji um 20 þúsund krónum á dag meðan á dvöl stendur, fyrir utan ferðakostnað. Það gera níu og hálfan milljarð á ári. Peningurinn dreifist á marga aðila. Hótel, veitingahús, leiðsögumenn, bílaleigur, verslanir og svo framvegis. Fái leikari sér til dæmis rauðvínsglas, greiðir hann gríðarlega háan skatt til ríkisins af því, sömu sögu er að segja ef hann fyllir tankinn á bílaleigubílnum. Snæði ferðamaðurinn á veitingahúsi skapar hann störf í eldhúsi og framreiðslu og afleidd störf í innflutningi og matvælaframleiðslu. Það þarf ekki að telja meira upp til að sjá að hver leikari í leikriti lífsins á Íslandi skapar atvinnu hvert sem hann fer og skilar tekjum á ýmsum stigum til þjóðarbúsins, í formi launa og skatta.

Þröskuldar reistir
Nýlega var svokallað „flugverndargjald“ hækkað um 53% úr 620 krónum í 950 krónur, nýtt 150 króna „farþegagjald“ lagt á hvern farþega og „leiðarflugsgjald“, sem er líka nýtt, lagt á. Reiknað hefur verið út að flugfélögin þurfi að greiða um það bil 400 milljónir til opinberra stofnana á þessu ári ofan á það sem þau greiddu fyrir.

Fella skattana niður
Sá tiltölulega litli beini hagnaður ríkisins af sköttum á flugferðir er dropi í hafið miðað við tekjurnar og umsvifin sem skapast af fleiri ferðamönnum á Íslandi. Miklu vænlegra til árangurs er að fella alla skatta (hvaða nafni sem þeir nefnast) af farmiðum niður. Það mætti meira að segja færa fyrir því rök að það borgaði sig að greiða niður farmiða til landsins með lánum AGS.

Einlægur ásetningur, óheppileg niðurstaða
Stjórnmálamenn sem nú fara með völdin í landinu eru vitaskuld einlægir í viðleitni sinni að bæta hag almennings og ríkissjóðs (kannski aðallega þess síðarnefnda). Sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvort aukin skattheimta á ferðir hingað sé misráðin. Flugmiðar þola eflaust einhverja skatta, en minn rökstuddi grunur er sá að engir skattar af flugmiðum skili miklu meiri skatttekjum til ríkisins þegar upp er staðið.

Fátt er sorglegra en leikhús án leikara
Þegar mest þörf er á tekjum og atvinnu er ekki skynsamlegt að setja hindranir á ferðir til og frá landinu. Slík gjöld renna vitaskuld beint út í verðið og draga úr sölu, en sýnt hefur verið fram á það af lærðum mönnum að eftirspurn minnkar í hlutfalli við hækkandi verð.


Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband