Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Heim og saman

Þetta kemur heim og saman við þá tilfinningu sem ég hef lengi haft. Flestum er hjartanlega sama um hvort Íslendingar veiði hvali eða ekki og koma hingað án þess svo mikið sem velta því fyrir sér. Þeir sem hafa haft hvað mestar áhyggjur af hvalveiðum og áhrifum þeirra á ferðaþjónustuna hafa látið fámennan þrýstihóp iðjuleysingja og öfgamanna hræða sig. Þeir kallast á góðri íslensku: Gungur.
mbl.is Hvalveiðar hafa minni áhrif á ferðamannaiðnaðinn en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttist eigi

Hrefnukjötið fæst í Melabúðinni og er bæði ódýrt og gott. Það er betra en nautakjötið sem selt er á Íslandi (á meira en helmingi hærra verði) og myndi slá í gegn ef það væri auglýst eða markaðssett. Ég þori næstum að fullyrða að ekki hefur einni krónu verið varið til þess.

Hrefnukjötið hentar vel á grillið, það þarf stuttan tíma og ekki sakar að hafa kraftmikla sósu með (t.d. sveppasósu eða bernes) því það er magurt.

Neytendur Hrefnukjötsins þurfa ekki að velta fyrir sér hvort dýrin hafi verið á sterum, sýklalyfjum eða þurft að sæta illri meðferð í sóðalegum fjósum. Nei, Hrefnan er algjörlega náttúruræktuð án aukaefna og tilbúins áburðar. Hagarnir eru Atlantshafið í sínu stórkostlega veldi. Gerist ekki ecológískara.

Hrefna í innanlandsflugi


mbl.is Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnakkus

243601588Magga frænka sem einu sinni var fræg á Íslandi fyrir að leika í Sódómu Reykjavík en er nú frægur bloggari og blaðakona með skoðun benti mér á Hnakkus bloggara sem ég leit í kæruleysi á og hreifst mjög af. Ég vil benda lesendum, einkum þeim sem staddir eru í Danskaríki, á Hnakkusinn. Þar er margt fyndið að sjá og lesa. Mikið hreifst ég af þýsku bréfi er reit hann til formanns ÍTR vegna skiltis í laugum um sápunotkun Þjóðverja og Frakka. Yndislegur er stíllinn þýskuskotni á enskunni. „Fáðu þér vinnu hippi“, er líka í mínum anda, enda er ég einarður í þeirri skoðun að skilja eigi að ríki og kirkju. Allir sannir frjálshyggjumenn ættu að taka undir þá kröfu. Niðurlagning styrkjakerfis kirkjunnar og landbúnaðarins eru næstu mál á dagskrá. Spurning um að setja upp háværa klukku í nágrenni Hallgrímskirkju og láta hana gala um leið og ríkisbjallan ætlar allt að æra.

Limir og sköp

Egill Helgason í haustlitumÓsjaldan sé ég fólk fjargviðrast yfir því að það séu fleiri limir en sköp sem koma fram í þættinum Silfur Egils (einhver bloggari skráir samviskusamlega kyn gestanna). Gerður Kristný er nýjasta dæmið um það í dálkinum Bakþankar í Fréttablaðinu í gær. Hún virðist telja að jafnrétti verði ekki á komið nema jafnmörg sköp og limir séu í hverjum þætti. Það er fráleitt að halda slíku fram. Ef Egill verður skikkaður til að hafa jafn mörg sköp og limi í gestahópnum er það ávísun á verri þátt, vegna þess að þátturinn snýst ekki um limi og sköp, eins og allir hljóta að gera sér grein fyrir. Þá fyrst væri hægt að tala um misrétti. Ástæðan fyrir því að ég nota orðin limur og sköp yfir karla og konur er til að varpa ljósi á hversu undarleg krafan um kynjahlutfallið er. Að gera það að aðalatriði er sambland af dónaskap, heimsku og frekju.

Mín tillaga til þeirra sem haldnir eru þessari firru er sú að þeir telji afturendana sem verma seturnar hjá Agli. Þá átta þeir sig vonandi á því að það er sami rassinn undir öllum gestum Silfurs Egils, þótt af mismunandi kyni séu.


Þarna væri gaman að búa

GraðabæjarósóminnÉg er búinn að gera tilboð. 15 milljónir í viagra töflum og restin í sleipuefni við afhendingu.

Víða leynast hæfileikarnir

Ég veit ekki hvort þetta hafi gengið um á neti lýðsins í langan tíma, en þetta myndband kom mér fyrir sjónir í dag. Er ég að birta fréttir gærdagsins eða ekki? Það skiptir kannski ekki öllu máli, því svona myndbönd vil ég hafa á blogginu mínu. Njótið vel.


Kópur gerir sig heimakominn

Það er nú ekki annað hægt en hafa samúð með vesalings kópnum sem gerði þau mistök að heimsækja Færeyjar. Vita grænfriðungar af þessu?Kópar eru glópar

Vildirðu leita að niggara?

Í færslunni á undan var minnst á enska orðið niggard. Þegar ég fletti því upp á Emblu var Embla nokkurn veginn viss um að ég hafi ætlað að leita að niggara. Nei, ég var ekki að leita að niggara. Ég hef ekki týnt neinum niggara svo ég viti. Hafi einhver týnt niggaranum sínum, vinsamlega látið Emblu vita.

Embluleit skilar árangri!


Keppandi í raunveruleikaþætti rekinn fyrir að vera raunverulegur

Í Bretlandi er verið að sýna raunveruleikaþáttinn Big Brother House og nú eru fréttirnar fullar af fréttum um að búið sé að reka einn keppandann, Emily Parr, fyrir ummæli sem túlka má sem kynþáttahatur.

Það sem ég tel undarlegt er að keppanda skuli vísað úr RAUNVERULEIKAÞÆTTI fyrir það eitt að vera RAUNVERULEGUR. Eða hvað? Er það ekki veruleiki dagsins í dag að höfð séu ýmis ljót ummæli um aðra kynþætti? Það gerist án vafa alla daga árið um kring í hverju einasta helvítis landi á þessari jörð.

Þetta mál er vitaskuld hlægilegt og er líka til vitnis um tíðarandann, óskrifuð lög í landi þar sem málfrelsi er tekið alvarlega (að sögn), að ekki megi segja að hvítur maður sé skítur eða negri hegri eða arabi arabi. Það er jafnvel nóg að kalla negra negra (sem var nákvæmlega það sem Emily sagði). Klassískt dæmi um pólitískan rétttrúnað. Ef ég væri stjórnandi þessa þáttar myndi ég verja rétt Emily með kjafti og klóm. Hún hefur stjórnarskrárbundinn rétt til að segja hvað sem henni þóknast, hversu ósmekklegt sem það kann að hljóma í eyrum einhverra.

Bandarískur stjórnmálamaður lenti heldur betur í því í um daginn þegar hann kallaði einhvern  eða eitthvað „niggard“. Mig minnir að hann hafi þurft að segja af sér. Niggard þýðir, og hefur víst gert um aldir alda, að vera nískur eða naumur og hefur enga tengingu við svertingja. Gott dæmi um geðbilunarástand hins pólitíska rétttrúnaðar. Svei honum, niður með hann.


Drama í dýraríkinu

Þessi mynd er ótrúlegt sjónarspil. Að gefnu tilefni skal gestum bent á að þetta er ekki enn ein dýralífsmyndin þar sem ungviði endar í gini ljóns. Horfið á alla myndina og látið ekki dökkt útlit flæma ykkur burt.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 113945

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband