Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Síðasta myndin á Pravda

Þetta mun vera síðasta ljósmyndin sem tekin var á Pravda. Fleiri myndir er að finna hér.

Síðasta myndin á Pravda


Drullusokkar á tilboði

Drullusokkatilboð Björn Bjarnason hefur mátt þola að ósekju, eða fyrir þá sök eina að vera ósammála og láta ekki vaða yfir sig, afar ósmekklegar árásir frá Jóhannesi Jónssyni og Hreini Loftssyni. Auk þess að ráðast á Björn eru þeir að grípa síðasta hálmstráið til að ráðast á Davíð í gegn um Björn. Hann er þeirra Albanía. Þessar viðbjóðslegu árásir eiga ekki annan fót fyrir sér en vera ofbeldi gegn þeim sem vogað sér hefur að vera ósammála þeim og STUTT ÞAÐ MEÐ DÆMUM. Það er því sannarlega rétt að í Bónus séu drullusokkar í miklu úrvali. Vel má vera að málareksturinn gegn Baugi hafi verið brogaður, en ekki má gleyma því að það var fyrrum viðskiptafélagi þeirra sem hóf hann. Þegar rykið fellur og samsæriskenningarnar þurfa að standa einar og óstuddar, kemur í ljós að málið er tiltölulega einfalt. Og það er einmitt það sem Jónannes Jónsson getur ekki horfst í augu við. Á eftir honum hleypur svo skósveinninn Hreinn Loftsson og apar eftir honum þvæluna. 

Ég vona að Geir Haarde beri gæfu til að sjá í gegn um sjónarspilið og leggist ekki gegn því að Björn verði ráðherra dómsmála áfram. Ísland þarfnast þessa manns. Hann hefur gert marga góða hluti í embætti og það væri ósvinna að láta undan þrýstingi drullusokkanna í Bónus. 


mbl.is Hreinn: Dómur kjósenda um verk Björns liggur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Argasti dónaskapur

Mér finnst nú illa komið fram við þær ballerínur sem kjósa að dansa á Evuklæðunum. Það er engu minni list þótt það sjáist í bert Venusbergið. Ég trúi ekki öðru en að nú leggist skattur á allan dans í Noregi, líka þann sem stundaður er í fötum. Ef ekki má fara í kringum lögin og dansa í sokkunum. Sokkaballett gæti orðið blómleg listgrein í Noregi, því fátt er fegurra en karlmaður í sokkum einum fata.


mbl.is Venusarklæðin beri virðisauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrasti pappírinn er í Bónus

Það er ánægjulegt að sjá að Jóhannes gerir sitt besta til að vera ódýrastur. Lengi hefur hann selt ódýrustu dagvöruna en nú er hann búinn að færa út kvíarnar og er orðinn ódýrasti pappírinn líka.

Því miður virðist herför hans gegn Birni hafa mistekist, því 80% sjálfstæðis manna kaus að virða ákall hans að vettugi.

Ódýrasti pappírinn


Munurinn á kynjunum

Hafi einhver haldið að í Miðausturlöndum sé litið niður til kvenna ætti hann að horfa á þessa mynd.


Motturnar á baðinu

Nú þegar kosningarnar eru afstaðnar getur maður aftur farið að einbeita sér að því sem mestu máli skiptir. Um daginn keyptum við mottur í IKEA, ljósbláar kringlóttar mottur. Þar sem þær eru svo ódýrar leyfðum við okkur að kaupa margar, ein sex stykki. Sex mottur á gráu steinflísagólfi baðherbergisins eru skemmtilegt mynstur og hlýlegt. Berir fætur að morgni fá mjúkt undirlag og blautir fætur á leið úr sturtu sulla ekki miklu út um gólfið þökk sé rakadrægum mottunum. Við og við þarf að þvo motturnar og er það lítið mál, þær má þvo á 40° í venjulegri þvottavél. Gamla mottan okkar, sem var hvít og ferhyrnd með rúnnuðum hornum og keypt í Costco í Kaliforníu, þoldi illa þvott. Gúmmíbotninn undir henni (sem hélt henni kyrri á gólfinu) losnaði smám saman af og þurfti ég að tína tægjurnar úr þvottavélinni eftir hvern þvott. Hún var þykk og þægileg ágöngu og kostaði sáralítið. Mestar áhyggjur hef ég af IKEA mottunum okkar að gúmmíbotninn á þeim losni af. Það hefur þó ekki gerst ennþá, þótt Heiðrún hafi þvegið eina um daginn á 60°. Ástæðan fyrir svo háum hita var sú að salernisferð Rökkva (kattarins okkar) misfórst og kom það fram á mottunni. Þegar allar motturnar voru í þvotti var gólfið á baðinu bert. Það var svo skrýtið að sjá bert gólfið. Mér þótti það fallegt líka. Minimalískt. Sem ég er. En þeir sem eru minimalískir verða að sætta sig við bergmál, sem ég geri yfirleitt ekki. Ég vil minimalisma án bergmálsins. Er það til? Svariði nú, póstmódernísku spekingar! Allavega fannst mér gólfið fallegt án mottanna og það var mórallinn í sögunni.

Upplausn.is

„Reynsla Íslendinga af þriggja flokka stjórnum er slæm, svo að ekki sé meira sagt. Engin þriggja flokka stjórn, sem mynduð hefur verið frá stofnun lýðveldis, hefur setið útkjörtímabilið. Nýsköpunarstjórnin féll. Stefanía féll. Vinstri stjórn Hermanns Jónassonar féll. Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar féll. Ný vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar féll. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens féll. Á kjörtímabilinu 1987-1991 sátu þrjár þriggja og fjögurra flokka ríkisstjórnir.“

Leiðari Morgunblaðsins í dag

Ég vona að kjósendur hugsi sig tvisvar um áður en x-ið er merkt á kjörseðilinn.


Viðeigandi slóðir

Ég prófaði um daginn að slá inn svifryk.is og lenti þá á heimasíðu íbúasamtaka Miklubrautar. Það er ótrúlegt hvað kemur upp:

sjálfsblekking.is: Júróvisjónsíða Rúv

kjarklaus.is: Hótel Saga – bókunarsíða

launaleynd.is: Bloggsíða Bjarna Ármannssonar

kristinn_hrafnsson.is: Fréttasíða Samfylkingarinnar 

simastaur.is: Blogg Lúðvíks Geirssonar

skattahækkanir.is: Samfylkingin

tunglið_er_úr_osti.is: Vinstri Grænir

álflugvél.is: Íslandshreyfingin

kynþáttahatur.is: Frjálslyndi flokkurinn

elliær.is: Blogg Jóns Baldvins Hannibalssonar

blabla.is: Blogg Össurs Skarphéðinssonar

flýtimeðferð.is: Heimasíða Jónínu Bjartmarz 


Naglinn á höfuðið

"Ekki rugla mig með staðreyndum, ég hef myndað mér skoðun."

Þessa bráðfyndnu setningu fann ég á ágætri bloggsíðu Arndísar hér á Moggansbloggi, en hún er víst ættuð af Barnalandinu. Ég tek undir þetta með orðum Hómers Simpson sem sagði: "It's funny because it's true." 

Þetta spakmæli á við um stjórnmálin sem og trúmálin. Skilin milli stjórnmálaflokka og trúarbragða eru næfurþunn og sums staðar illsjáanleg. Um trúna þarf ekki að fjölyrða; hún krefst þess að þú trúir og spyrjir engra spurninga. Ég ætla nú ekki að skrifa langa ritgerð um stjórnmálin, en segi þó að þótt það blasi við að skoðanir (t.d. VG) sem og gjörðir (t.d. Samf. í Borgarstjórn) sumra stjórnmálaflokka muni setja allt á annan endann í þjóðfélaginu komist þeir til valda, er samt talsverður hópur kjósenda tilbúinn að greiða þeim atkvæði sitt. Stórfurðulegt!

Það minnir mig á setningu sem ég las í morgun: "Fullorðið fólk sem á sér ímyndaða vini er ekki með öllum mjalla."

Þetta á við um trúmálin því hvað er Jesús annað en ímyndaður vinur? Hobbes er ímyndaður vinur Calvins, Jesús er ímyndaður vinur Karls Sigurbjörnssonar, svo dæmi sé tekið. Calvin hefur það sér til málsbóta að vera barn og teiknimyndafígúra. Karl Sigurbjörnsson á sér engar málsbætur. Hann er fullorðinn og þótt hann sé fígúra er hann ekki teiknaður. 


Hræsni

Vinstristjórnin í Bretlandi lagði skatt á flugferðir undir því yfirskini að minnka mengun, þótt þeirra flugfélög úði einungis brotabroti af því ósóni sem verður til við flugferðir. Þeir ættu að líta sér aðeins nær og loka þessum kolaorkuverum og reyna etv. að semja við Íslendinga um raforku um streng frá fallvatns- og  gufuvirkjunum (ef það verður þá nokkurn tíma hagkvæmt).

Vinur verður óvinur
Einu sinni var ósónlagið í útrýmingarhættu og allt gert til að vernda það, úðabrúsar og ísskápar með freoni bannaðir, því það brýtur víst ósónsameindirnar niður. Nú er ósónið orðið að óvini, það er nl. gróðurhúsagas sem samkvæmt kenningunni heldur hitanum á jörðunni. Áður en langt um líður mun Evrópusambandið án efa setja á stofn freonúðunarmiðstöðvar sem úða freoni út í loftið. Fullkominn viðsnúningur á aðeins 20 árum! Hlægileg vitleysa.


mbl.is Bresk orkuver á meðal þeirra sem menga mest í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 114023

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband