Leita í fréttum mbl.is

Kostir kreppunnar

Fyrir utan að það er eins og veðrið á Íslandi hafi batnað eftir að kreppan skall á eru nokkrir hlutir sem teljast mega vera kostir kreppunnar.

1. Fleiri bílastæði í Garðastrætinu. Þegar allt var á blússandi farti var stundum erfitt að fá stæði fyrir utan heima hjá sér. Nú er það liðin tíð.

2. Tvíhöfði er aftur að fara í útvarpið. Auglýsingastofurnar sem þeir félagar unnu hjá eru annað hvort hættar eða hafa dregið verulega saman seglin vegna kreppunnar.

3. Fleiri íslenskir leikmenn fá tækifæri til að spila fótbolta með liðum sínum.

4. Heimabruggshefðin deyr ekki út, eins og ég óttaðist á tímabili.

5. Heimilisiðnaður almennt hefur fengið aukinn byr undir seglin.

6. Fleiri ferðamenn hafa efni á að koma til Íslands og lifa eins og kóngar.

7. Bílapartasölur blómstra.

8. Jöfnuður í þjóðfélaginu eykst, það ætti að kæta suma. Nú hafa allir það jafn skítt.

Mikilvægt er að vera jákvæður og sjá björtu hliðarnar, annars breytist maður bara í greppitrýni með fýlusvip.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður. Það sem ég er að upplifa núna er að, danskir félagar mínir séu að fatta ástandið á Ísland,i og að það sé ekki almenningi að kenna.  Við vitum það að sumt er slæmt en lífið heldur einhvern veginn áfram.

Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Fyndið að lesa gamla bloggið þitt.  En nú er kreppan hans Jóhannesar björns bara komin!  www.vald.org þú manst?

 Nema þetta sé bara "samsæriskenning."

Auðun Gíslason, 31.7.2009 kl. 21:41

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það kemur rok einhvern tíma á næstunni. Ég spái því. Ég fann ekki þessa færslu á síðunni hans sem ég vísaði í, en það er fróðlegt að lesa síðu hans. Hann einkar mönnum meiri skynsemi en þeir hafa til að bera. Gordon Brown er bara ræfill sem er á flótta undan eigin getuleysi en ekki sitjandi við borð með vindil að plotta um yfirtöku á auðlindum Íslands.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.8.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 114020

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband