Leita í fréttum mbl.is

Netið afhjúpar

Sá asnagangur sem við hafður hefur verið undanfarna áratugi í stjórnmálum; að upplýsa ekki almenning um raunverulega stöðu mála, er kominn í uppnám. Þökk sé netinu. Þar eru margir snjallir menn sem lesið geta í takmarkaðar upplýsingar og reiknað út. Það blasir svo innilega við í Icesave málinu. Mark Twain sagði: „When in doubt, tell the truth“.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lygar Steingríms Joð eru afhjúpaðar nánast á hverjum degi. Einn af þeim sem leggur sinn skerf til upplýsingaöflunar er Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson í Kaupmannahöfn. Hann gerði sér lítið fyrir og sendi fjármálaráðherra Hollands bréf og óskaði eftir afriti af skýrslu tveggja prófessora um Icesave.

StJ sá sig knúinn til að opinbera skýrsluna.

Laumupúkarnir á vinstrikantinum þurfa að átta sig á að það þýðir ekki lengur að ljúga að landsmönnum um "leynd" í samskiptum við erlendar ríkisstjórnir. Í flestum lýðræðisríkjum fást gögn afhent eftir einfalda beiðni. Bréfsefni og frímerki er allt sem kosta þarf til. VÖV vinnur hjá póstveseninu í Köben og kann trixið.

Ingibjörg Sólrún brenndi sig á þessu síðast liðinn vetur þegar hún upplýsti ekki um innihald bréfs sem hún sendi utanríkisráðherra Ísraels. VÖV fékk afrit afhent eftir eitt bréf til ísraelska utanríkisráðherrans.

Hafi orð Mark Twain átt við á sínum tíma, þá eiga þau margfalt við nú á tímum netvæðingar.

Ragnhildur Kolka, 4.7.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Í framhaldi af síðustu athugasemd minni vil ég bæta:  Það eru fleiri en VÖV sem sitja ekki með hendur í skauti þegar stjórnvöld bera fyrir sig samningsleynd.

Á síðu Andrésar Magnússonar sá ég áðan að Ívar Pálsson gerði sér lítið fyrir og náði sér í eintak af "glæsisamningi" Svavars Gestssonar. Afhenti hann fjölmiðlum og svældi þannig Steingrími út úr fylgsni sínu.

Þennan samning áttu þingmenn að skrifa uppá án þess að fá að berja hann augum. 

Ragnhildur Kolka, 7.7.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 113946

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband