Leita í fréttum mbl.is

Niðurskurðarhnífurinn

Eins og aðrir Íslendingar bíð ég spenntur eftir niðurskurðinum á ríkisútgjöldum sem framundan er. Það voru nokkur vonbrigði að það skyldi ekki vera tilkynnt á þjóðhátíðardaginn vegna þess að niðurskurður á ríkisútgjöldum varðar sjálfstæði þjóðarinnar. Því minni ríkisumsvif, því meira sjálfstæði hvers og eins. Því meira sjálfstæði hvers og eins, því meiri ábyrgð hvers og eins. Ég er sannfærður um að allir Íslendingar eru tilbúnir að auka ábyrgð sína ef það má verða til þess að koma þjóðinni út úr skuldafeninu sem við blasir. Ríkisstjórnin sem nú situr telur að skuldafenið sé þjóðinni að kenna, að þjóðin hafi gert einhver afglöp. Það er mikill misskilningur, en skiljanlegur misskilningur, hún skilur að því er virðist ekki upp eða niður í málinu. Ég fyrir mitt leyti tók ekki þátt í víkingaleiðöngrum á erlendri grundu og á því bágt með að sjá að skuldahalinn sé mér að kenna. Svo er um flesta aðra.

Þegar hrunið varð var Icesave aðalmálið, sökudólgurinn. Ekki leið þó á löngu að Kaupþing varð sökudólgurinn. Nú er Icesave og Landsbankinn aftur orðið að sökudólgi og það réttilega. Fjandgerving Kaupþings í nokkra mánuði var áhugaverður kafli í þessari sögu. Flestir, ef ekki allir, vita að Kaupþing var langbest rekni bankinn í þrenningunni. Fróðlegt verður að fara í saumana á þessu máli.

Ég held að Ísland hafi dagað uppi í alheimsvæðingunni. Það voru mistök að halda úti eigin gjaldmiðli sem auðvelt er að ráðast á og kostnaðarsamt að reka. Fyrirtæki verja stórfé á hverju ári í gengisflökt og -útreikninga. Ef landið hefði lagt niður krónuna og lagt til að hver og einn versli með þann gjaldmiðil sem hann sjálfur kýs værum við ekki í þessum sporum í dag. Án krónunnar þarf enga embættismenn með laun og fríðindi við að reikna út gengi, leggja á stýrivexti, prenta peninga og allt það sem þessu misskilda sjálfstæðistákni fylgir (sem var flott til að byrja með). Tekjur landsins koma hvort sem er meira og minna að utan, hvers vegna að eyða kröftum í að skipta þeim í íslenskan gjaldmiðil? Það hljómar eins og hvert annað bull að verja tíma og kröftum í það. Ég hef fjallað um það áður að einfaldasta lausnin á launamálum er að taka upp hinn klassíska skiptahlut sem tíðkast hefur í sjávarútveginum svo lengi sem hann hefur verið stundaður.

Mín sparnaðartillaga er að leggja niður íslenska seðilinn og íslenska seðlabankann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband