Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn

Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið villur vega undanfarin ár, týnt sjálfum sér undir stjórn ístöðulausra manna, er sá flokkur engu að síður sá flokkur sem kemst næst því að standa fyrir þau sjónarmið sem ég aðhyllist. Af vondum kostum í stöðunni er hann illskástur. Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir, er ég enginn aðdáandi stjórnmálamanna yfirleitt. Stjórnmálamenn vorra daga virðast halda að þeir einir hafi frítt spil þegar það kemur að ábyrgð og ráðdeild. Þeir líta að því er virðist á stjórnmálin sem tækifæri til að leika sér á launum. Það hefur komið átakanlega í ljós undanfarið að þeir hafa margir hverjir ekkert sinnt hlutverki sínu. Verið úti að aka í orðanna fyllstu merkingu (hver man ekki eftir Björgvini G. Sigurðssyni sem vissi ekkert um ástand efnahagsmála en var þó ráðherra viðskipta! Og hann er í efsta sæti í einhverju kjördæmi eins og ekkert hafi í skorist).

Það er vitaskuld reginhneyksli að stjórnmálamenn skyldu samþykkja lög um að gera stjórnmálaflokkana að ríkisstofnunum. Hundruð milljóna renna í sjóði flokkanna á ári hverju og þeir þurfa ekkert að gera grein fyrir fénu. Þessum lögum þarf að breyta hið fyrsta, enda hefur ríkið ekki efni á að kosta starfsemi stjónrmálaflokkanna lengur.

Að mínum dómi þarf að setja stjórnmálamönnum skorður í formi eiða eða reglna, eins og til dæmis að stofnanir sem undir ráðuneytin heyra, verði að vera rekin innan þeirra marka sem fjárlögin setja þeim. Að öðrum kosti verði ráðherrarnir látnir sæta refsingu, fangelsi eða afsögn. Menn eru sendir í fangelsi fyrir að stela nokkrum milljónum. Halli á ríkisstofnunum upp á milljónatugi eða jafnvel hundruð eru látin óátalin. Það er óásættanlegt. 

Einnig þarf að fara fram umræða um það hvaða hlutverki ríkið á að gegna í þjóðfélaginu. Það er ótækt að ríkið hagi sér eins og klikkaður einræðisherra sem bannar þetta og hitt eftir eigin geðþótta. Grundvallar reglan skal vera sú að fullorðið fólk beri ábyrgð á sjálfu sér og sé frjálst gjörða sinna hvort sem það vilji setja ofan í sig vímuefni, spila fjárhættuspil eða fækka fötum eða bara hvað sem því dettur í hug. Ofstæki gegn nektardansi og sumum vímuefnum er birtingarmynd þess að viðkomandi aðilar geta ekki horfst í augu við eigin eðli, púkann ef svo mætti kalla, í sjálfum sér. Púkinn verður ekki bældur, lög gegn honum munu aðeins gera hann grimmari og miskunnarlausari. Ríkið á ekki að taka að sér að vera allt um lykjandi umsjónaraðili sem hrifsar til sín ábyrgð sem á að vera hvers og eins. Um leið og ábyrgðin er farin er frelsið farið líka.

Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn setji frelsi einstaklingsins og vörn um ábyrgð manna á sjálfum sér á oddinn. Þá mun honum vel farnast. Vinstri stjórnin sem að öllum líkindum verður mynduð eftir kosningar og springur svo í loft upp eftir eitt eða tvö ár, gefur Sjálfstæðisflokknum kærkomið tækifæri til að ná aftur vopnum sínum og hinn nýja formann að festa sig í sessi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Frelsi einstaklingsins er bara fyrir útvalda. En ég ber virðingu fyrir vali þínu þó ég sé ekki sammála.

Kveðja

Finnur Bárðarson, 16.4.2009 kl. 17:21

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Heyr, hey, Sigurgeirr.

Ólíklegt er að nokkur flokkur uppfylli allar hugmyndir manna um hvernig samfélag við viljum sjá. En ég er sammála að frelsi einstaklinsgsins skiptir megin máli. Því frelsi fylgi ábyrgð.

Því miður virðast menn hafa misst sjónar á þeirri grundvallarreglu á síðustu árum. Og því fór sem fór.

Ragnhildur Kolka, 16.4.2009 kl. 19:42

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, við skulum ekki missa okkur í áhyggjupakkanum þó svo vinstristjórn taki við eftir kosningar. Vinstristjórn hefur örugglega aldrei setið heilt kjörtímabil hérlendis.

Ingvar Valgeirsson, 20.4.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband