Leita í fréttum mbl.is

Hafið þið virkilega ekkert betra að gera?

Stríðið gegn kannabisframleiðendum er fullkomin sóun á tíma og fé. Æpandi misræmi er í hvaða fíkniefni eru lögleg og hver ekki (góð og vond). Hver er þess umkominn að ákveða fyrir mig hvort ég reyki gras eða drekki vodka? Bann við kannabis er lítilsvirðing á frelsi mínu. Ég er fyllilega dómbær um það hvort og hvaða fíkniefni ég ákveð að láta ofan í mig.

„Stríðið“ er sóun á tíma og fé vegna þess að það er dæmt til að tapast. Það var umfjöllun um „stríðið“ gegn kannabis í Kaliforníu í sjónvarpinu um daginn. Farið í flugferð með þyrluflugmanni sem hefur það að atvinnu að koma auga á staði þar sem kannabis er ræktað (en það vex allstaðar utandyra í „sunny California“). Hann sagði að fyrir nokkrum árum hafi hann þurft að fljúga í hálftíma áður en hann fann akur. En nú þurfi hann bara að fljúga í fimm mínútur. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi þetta stríð tapað. Milljarðakostnaður til einskis í ríki sem er gjaldþrota.

Í stað þess að lögleiða kannabis og skattleggja og hafa af því tekjur, velur ríkið (stjórnmálamenn), að halda vitleysunni áfram. Afleiðingar stríðsins eru skelfilegar. Sundraðar fjölskyldur, yfirfull fangelsi (með tilheyrandi kostnaði), rán og aðrir glæpir og það sem etv. verst er: Sumir upplifa sig sem glæpamenn vegna þessara heimskulegu laga; eru með vonda sjálfsmynd og eiga sér erfitt uppdráttar. Enginn sem fær sér bjór fær á samviskuna: Ég er glæpamaður! Hann bara drekkur sinn bjór og slappar af, alveg eins og það ætti að vera með gras. Þeir sem vilja eiga að geta reykt það í friði og spekt án glæpastimpils frá yfirvöldum. Það er nú kapítuli út af fyrir sig munurinn á þeim sem drekka og þeim sem reykja gras: Drukknir menn eru ósjaldan ofbeldishneigðir, skakkir menn eru rólegir og friðsamir. Væri það ekki skárri kostur af tveimur vondum?

Lögregluyfirvöld ættu heldur að rannsaka t.d. þátt stjórnmálamanna í bankahruninu, en að eltast við þá sem skapa verðmæti innanlands með ræktun á kannabis. Meðan grasið vex á Íslandi, þarf ekki að greiða fyrir það með dýrmætum gjaldeyri. Þetta „stríð“ er tap tap tap.

Hvenær munu stjórnmálamenn horfast í augu við staðreyndirnar og hætta að láta ímyndun um „fyrirmyndarsamfélag“ villa sér sýn? Átta sig á að boð og bönn í þessu efni er engin lausn? Átta sig á að hver og einn hefur rétt, og líka skyldu, til að bera ábyrgð á sjálfum sér?


mbl.is Hald lagt á 650 kannabisplöntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Verð að taka undir þetta.

Tíma og fjármunum lögreglu er eytt í þetta ... á meðan ganga mestu bankaræningjar allra tíma lausir og geta sinnt sínum viðskiptum eins og þeim sýnist.

Athyglisverð forgangsröðun.

Og í staðin fyrir að ríkisstjórnin umboðslausa geri eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu... að þá er númer eitt að banna nektarstaði.... 

Hvað er í gangi hérna?

ThoR-E, 25.3.2009 kl. 18:01

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er nú meira bullið í þér Sigurgeir. Kommon! Ætli þú værir svo svalur með þetta ef barnið/börnin þín væru föst í fíkn. Það er siðferðileg skylda að hætta aldrei í þessari baráttu.

Lögreglan á hrós skilið, meira af þessu!

Guðmundur St Ragnarsson, 25.3.2009 kl. 18:20

3 identicon

Sammála þér Sigurgeir í hverju orði.

Guðmundur: Fíkn er sjúkdómur, ætti ekki að vera lögreglumál.Spilafíkn er t.d. gríðarlegt heilbrigðisvandamál. Viltu banna spilastokka? Skaðinn sem samfélagið hlýtur af banninu á kannabis-jurtinni er nákvæmlega sá sami og af alkahólbanninu í USA á fyrri hluta síðustu aldar.

Vilt þú frekar að börnin okkar verði handtekinn og sett á sakaskrá til lífstíðar fyrir þennan "glæp" sem er að reykja gras? Það er siðferðileg skylda okkar að stöðva bannið.

Árni (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:45

4 identicon

Sammála hverju orði Sigurgeir.

Flott rök hjá þér Guðmundur lögmaður, eða hitt og heldur.

Daði Þór (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 19:04

5 identicon

Guðmundur: Kynntu þér málið áður en þú tjáir þig varðandi það. Þú hefur augljóslega ekkert vit á þessu málefni.

Magnús Karl (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 19:28

6 identicon

Sammála öllum hér nema Guðmundi. Ef ég ætti að giska þá myndi ég segja að 80% fíkla hér á landi séu fíklar af því að þeir áttu slæma foreldra, ekki af því að kannabisjurtin sé ill jurt sem geri alla að fíklum sem koma henni nálægt.

Þegar ég hugsa um það þá mætti svosum alveg fangelsa slæma foreldra, eða láta lögguna vana þá svo þeir valdi samfélaginu ekki meiri skaða! Bara svona hugmynd...

Gunnar J. (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 19:31

7 Smámynd: corvus corax

Það er augljóst Sigurgeir að þú ert ekki fyllilega dómbær um það hvort og hvaða fíkniefni þú ákveður að láta ofan í þig. Og auðvitað á löggan alltaf að vera að gera eitthvað annað en hún er að gera þegar það heggur nærri þeim sem svo mælir. Kannabis er stórhættulegt dóp þótt hasshausarnir hamist við að reyna að sannfæra sjálfa sig og aðra um að það sé skaðlaust. Hvernig væri að taka mark á læknum og öðrum vísindamönnum sem hafa rannsakað varanleg áhrif kannabis á fólk og þær skemmdir sem þetta dóp veldur, því þetta er dóp og ekkert annað. Og ekki fara svo að væla um að tóbak og áfengi sé ekkert skárra og að sykur væri bannaður ef hann væri fyrst að koma fram nú á dögum. Við sitjum uppi með löglega dópið og það væri fullkomin heimska og ábyrgðarleysi að bæta fleiri skaðlegum efnum við. Vinnum frekar að því að útrýma áfengi og tóbaki og höldum öllu hinu dópinu áfram úti í kuldanum.

corvus corax, 25.3.2009 kl. 19:35

8 identicon

Veit ekki í hvaða sýndarveruleika þú veður í, Sigurgeir, en margir tugir rannsókna segja og sanna að langtímaáhrif neyslu þessara efna valda varanlegum og alvarlegum skemmdum á taugum, geðröskunum ofl. ofl.

Hvar ætlarðu að draga mörkin, myndirðu sætta þig við að börnin þín neyttu þessa vímugjafa "til að slaka á" þegar álagið verður of mikið í skóla, kannabis neysla veldur einbeitingarskorti og að læra nyja hluti/muna og eykur líkur á að síðar sé farið út í neyslu harðari efna.

Veruleikaflótti.....

kv. Hanna

Hanna Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:07

9 identicon

http://www.hirsla.lsh.is/lsh/handle/2336/13209

http://jama.ama-assn.org/cgi/content/abstract/287/9/1123

ofl ofl

Hanna Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:13

10 identicon

,,margir tugir rannsókna segja og sanna að langtímaáhrif neyslu þessara efna valda varanlegum og alvarlegum skemmdum á taugum, geðröskunum ofl. ofl."

Hægt að segja sama um áfengi, nema þar eru það fleiri rannsóknir að baki. Samkvæmt ykkur myndu greinilega öll börn reykja kannabis ef það væri löglegt, þá hljóta börnin hans bara að þurfa að drekka brennivín í staðinn. Það gerir þau allavega ekki að "steiktum hasshausum".

hrafnkell (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:31

11 identicon

Fyrst menn eru að benda á svona vísindalegar rannsóknir þá þætti mér gaman að sýna ykkur það sem Lester Grinspoon hefur um málið að segja. Yfirlæknir Harvard háskóla til fleiri ára og hann rannsakaði kannabis lengi og gaf út bók meðal annars varðandi efnið.

http://www.youtube.com/watch?v=YAWY4Sriurk

Horfið og dæmi sjálf

Gudneh (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:54

12 identicon

já.    sko.     ég er sammála flestu hér en á meðan lögreglan er að taka plöturnar af fólki sem spyr ekki um skiríki þá er ég sáttur.    við verðum að fara að ræða um það hvaða skaða efnið gerir og við hvaða aðstæður. efnið skaðar börn sérstaklega mikið á meðan skaðsemin á fullorðinsárunum er smávægileg í samanburði og á meðan jón jónsson(ef e-r sem heitir það og les þetta þá biðst ég afsökunar en mér fannst þetta nafn bara henta) niðri í bæ er að selja til barna, þá er e-ð að og á hann skilið að fera settur inn.      lögleiða!!!!!   

agust (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:09

13 identicon

Það er gaman að sjá hversu margir eru farnir að tjá sig um þetta mál í dag, gaman að sjá að þetta er að komast upp á yfirborðið sem allvöru málefni sem hægt er að ræða um á þroskaðann máta...

Ég hvet fólk til þess að kynna sér sögu kannabisbannsins á jörðunni, og hinar raunverulegu ástæður þess, sem og framgang vestræns hugsunarhátts í sambandi við samkynhneigða í gegnum aldirnar... það var nú einu sinni einn sá versti glæpur sem þú gast unnið samfélaginu að girnast sama kyn, fullkomlega eðlilegt í dag...

Persónulega tel ég að kannabis eigi fullan rétt á sér og vísa öllum "rökum" um skaðsemi þess á bug, þar sem að flestar þær rannsóknir og niðurstöður eru því miður oftar en ekki ómarktækar vegna hagsmunalegra tengsla þeirra sem græða á því að halda hampinum frá höndum allmennings!

En eins og áður sagði, þá hvet ég fólk (og þá sérstaklega þá skeptísku) að kynna sér ALLAR hliðar málsins áður en það kýs að fella sig á eigin fáfræði á internetinu fyrir framan allþjóð.

 Friður

Jón Ingvar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:10

14 identicon

Cannabis er ekki eiturefni.

Í dag er það einmitt vakning á meðal lækna sem er að smá breyta umræðunni. Cannabis má nota sem lyf, og er verið að reyna að hvetja til frekari rannsókna á möguleikanum til lyfjagerðar úr plöntunni. Á meðal þeirra möguleika sem vitað er um í dag eru lyf úr plöntunni sem geta unnið gegn krabbameini, auk þess sem plantan gagnast (sumum amk) MS sjúklingum. Í dag þurfa læknar á Íslandi að pukrast með ráðleggingar sínar til MS-sjúklinga varðandi plöntuna. Þessu þarf að breyta. ÞAð vantar fyrst og fremst meiri fræðslu til að hrekja eldgamlar bábyljur sem fólk er ennþá að vitna til.

"Myndirðu sætta þig við að börnin þín neyttu Kannabis til að slaka á"? Nei, enda er enginn að tala um það að börn eigi að neita vímuefna. Mikill meirihluti almennings er t.d. sáttur við það að áfengi sé leyft. Það þýðir ekki að almenningur sé með því að samþykkja neyslu barna á áfengi. Börn eiga ekki að neyta vímuefna, hvort sem það er áfengi eða tóbak eða eitthvað annað. Við erum að tala um val fyrir fullorðna einstalinga. Cannabis er t.d. mun hættuminna efni en áfengi, og því engin ástæða til þess að banna jurtina þar sem áfengi er leyft. Svona spurningar eru út í hött.

Það að börn komist upp með að vera full eða dópuð er ekki merki þess að banna þurfi viðkomandi efni. Það bendir til þess að eitthvað sé að hjá viðkomandi börnum, heimili þeirra eða skóla. Hvernig stendur á því að viðkomandi krakkar geta verið full/dópuð í skólanum, og svo heima hjá sér?

Færa má rök fyrir því að peningunum sem eytt er í fyrirfram tapað "stríð" sé betur varið í forvarnir og uppbyggingarstarfsemi. Nú síðast í fyrra kom ályktun frá ráði Sameinuðu Þjóðanna þess efnis að bannið gegn Cannabis valdi meiri skaða en bótum.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá er mjög lærdómsríkt að athuga aðstæðurnar í Hollandi þar sem menn eru hvað mest "líbó" og bera það svo saman við aðstæðurnar í USA þar sem menn eru harðastir gegn fíkniefnum. Neysla fíkniefna í Hollandi er langt fyrir neðan neysluna í USA, í sumum tilfellum þarf jafnvel að nota margföldunartöfluna til að sjá hve miklu meiri neyslan er í USA.

Einnig er einstaklega fróðlegt að kynna sér söguna á bak við Cannabis bannið í USA, þar sem hagsmunabarátta stórra iðnaðarfyrirtækja var í fararbroddi bannsins. Cannabis ógnar ekki bara hagnaðinum hjá lyfjafyrirtækjum, því plantan ógnar einnig pappírsframleiðendum, skógarhöggi, olíu og plast framleiðendum, svo einhver dæmi séu tekin.

"Stríðsreksturinn" gegn Cannabis er ekki og hefur aldrei verið vegna hagsmuna almennings. Með aukinni fræðslu fylgir hugarfarsbreytingin, þótt hægt gangi.

magus (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:40

15 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ættirðu ekki frekar að hrósa lögreglu fyrir vel unnin störf gegn þessum glæpamönnum sem rækta eitur og valda nágrönnum sínum leiðindum?

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 22:01

16 Smámynd: The Jackal

Hilmar; Nei.

Sammála öllum hérna sem notast við rök, og hafa kynnt sér málið persónulega.

The Jackal, 25.3.2009 kl. 22:14

17 identicon

váááááá hvað ég er skakkur

Jói Stóner (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:25

18 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Hilmar Gunnlaugsson, það mætti alveg hrósa lögreglunni fyrir að vinna sína vinu. Eitt af því er að uppræta fíkniefnaframleiðslu á landinu, en það sem við (eða allavegana ég) vill er að marijuanna verði ekki bannað heldur stjórnað af ríkinu. Vegna þess að þá væru peningarnir ekki að renna til "ótýndra glæpamanna" heldur til ríkisins og ríkið væri að stuðla að auknu frelsi einstaklingsins.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 25.3.2009 kl. 23:02

19 identicon

Hilmar: Eitur? Hvernig væri að koma með rök fyrir þessari "staðreynd?" Þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala. Rannsóknir hafa leitt í ljós að kannabis er líklega eitt af skaðminnstu lyfjum sem hægt er að finna í dag og það hjálpar til við ótal mörg veikindi. Ég mæli með því að þú horfir á þessa mynd við tækifæri "http://www.imdb.com/title/tt1387875/".

Þið sem hafið verið að commenta hérna að kannabis valdi geðröskunum og taugakvillum; Það er ekki vitað og hefur aldrei verið sannað að kannabis hafi þau áhrif, margir vísindamenn hafa velt því fyrir sér t.d. hvort kannabis neysla valdi geðklofa en aldrei getað fengið áreiðanlegar niðurstöður. Aðal spurningin varðandi það er: Hvort ýtir kannabisnotkun undir geðklofann, eða leitar manneskjan sem á í hættu á að verða geðklofi í efnið? ;Það er ekki vitað!!
Og nú kemur kaldhæðnin: Vísindamenn í Englandi er núna að þróa lyf úr KANNABISPLÖNTUNNI sem þeir eru mjög sannfærðir um að muni geta unnið gegn geðrofi. Kannabisplantan inniheldur nefnilega efni sem heitir CBD og það er verkar sem "anti-psychotic" og vinnur þar með gegn geðrofi.

Þið þurfið virkilega að kynna ykkur plöntuna betur áður en þið farið að bölva henni. Þó svo að þið hafið heyrt margt út á götu um kannabis þá þarf það ekki að vera satt!
Ég er ekki að tala af persónulegu áliti eða ályktunum heldur eftir að hafa horft á ótal heimildarmyndir um plöntuna, bæði um skaða og notagildi... og trúið mér, þessi planta er langt frá því að vera skaðleg!

Ef ég myndi segja við ykkur að notkun kannabis valdi því að á konum vaxi skegg og að á mönnum gæti byrjað að myndast brjóst, mynduð þið trúa mér? Þetta eru dæmi um fyrstu lygarnar sem byrjuðu um efnið...

Bertel Benóný (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 23:11

20 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég bendi á ágætis umfjöllun í Kastljósinu í kvöld þar sem fjallað var um óþverrann. Það er ekki skrýtið að flestir sem styðja kannabis skrifa hér nafnlaust en lítið mark er takandi á slíku.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 23:32

21 identicon

Þið sem eruð að minnast á rannsóknir ættuð alvarlega að íhuga það að gæta hlutleysis þegar þið skoðið rannsóknir og ekki lesa byrjun og endi heldur lesa rannsóknina í heild sinni og kynna ykkur smátriði rannsóknanna, hvað fólst í þeim hver var fjöldinn og hver voru óvissuatriðin, einn hlutur er sameiginlegur með öllum kannabis rannsóknum, fá rannsóknar efni og mikil óvissa vegna margra efna  1. Það er marg sannað að áfengi er mun skaðlegra en kannabis fyrir utan það að kannabis er alnáttúrulegt

2. þær rannsóknir sem gerðar eru með kannabis eru ekki sérlega marktækar sérstaklega vegna þess að það er mjög erfitt að finna aðila sem reykja kannabis og neita ekki neins annars en kannabis, flestir annaðhvort reykja tóbak og/eða drekka áfengi og hvað þá öll þau efni sem eru að finna í matvælum, gosi og nammi í útlöndum. Ekki er hægt að skilja á milli hvaða efni er að valda þessum áhrifum.

3.  finnst ykkur virkilega réttlátt að vímuefni eins og áfengi og tóbak sem er svo sjálfsagður hlutur í okkar samfélagi og er samt sem áður margfalt eitraðra en nokkurn tíma kannabis sé selt af ríkinu meðan þeir sekta og skjalfesta fólk á sakaskrá fyrir að rækta kannabis, sem er eins og ég sagði áður mun hættumeira en kannabis.

4.  nokkrir hérna tala einng um kannabis sem eitur! vinsamlegast skiljið hvað eitur felur í sér áður en þið flegið svona sterkum orðum um efni sem þið hafið greinilega lítið sem ekkert kannað.
* áfengi drepur að meðaltai 75þús einstaklinga á ári AÐEINS Í USA og það fyrir utan þá sem deyja við að aka undir áhrifum áfengis              * tóbak var valdur dauða 100milljón manns á seinustu öld!                * cannbis 0! ekki er hægt að rekja eitt dauðsfall til notkunar á kannabis á mörg þúsundum árum og þið kallið það eitur? rökstuðningur takk!                                                   

 5. ef ég les 10 rannsóknir um kynþætti gerða af nasistum og kynni mér enga aðra hlið og reyni ekki einu sinni að sjá fleiri hliðar á málinu þá væntanlega verð ég fordómafullur, segir það sig ekki sjálft?

 6.  hvernig í ósköpunum getur fólk lesið könnun og myndað svona sterkar skoðanir á þeirri hlið þegar það eru til jafn margar ef ekki fleiri rannsóknir frá alveg jafn marktækum aðilum (marktækari að mínu mati þar sem þeir gæta hlutleysis) sem sýna fram á gagnstæðan hlut!?

 7. í guðs almáttugs bænum hættið að bera saman notkun barna á kannabis og fullorðinna einstaklinga á áfengi, og það er mun auðveldara að redda sér landa 12-13 ára en kannabis. og hafið þið dyggu anti kannabis rugludallar farið eitthvað í miðbæinn milli svona 12-5 um helgar? hafiði séð umganginn, öskrin, slagsmálin? er þetta fólk ekki drukkið á áfengi sem ríkið selur ásamt tóbaki? eitt dæmi í lokin hróaskelda vs þjóðahátíð í eyjum. 1 nauðgun að mig minnir og ekki ein slagsmál á hróaskeldu 2007 eða hvenær sem það var sem ég fór og yfir 100þús manns, þjóðhátíð nær einhverjum nokkrum þúsundum og þar er nauðgað og slegist hægri vinstri. og hvað er hróaskelda þekkt fyrir? jú kannabis/hass notkun einstaka friðsemd sem þú upplifir ekki á útíhátíð á íslandi.

Fólk sem dæmir hluti, efni eða kynþætti eða hvað eina án þess að kanna nema aðra hlið er annaðhvort fáfrótt, þröngsýnt eða bæði. hvort ert þú? af því annaðhvort ertu.

Bandaríkin voru einir fyrstu til að banna kannabis og fylgdu aðrar þjóðir fast á eftir. en ef þið skoðið þá getið þið séð auglýsingar frá USA sem bera slagorðið HEMP TO SAVE THE WORLD. finnst ykkur ekki furðulegt að kannabis getur verið notað til að skapa flest sem við þurfum í okkar daglega lífi, við minni kostnað, minni mengun fyrir utan það að vera eins náttúrulegt og það gerist. en er samt sem áður varla ræktað neins staðar í heiminum til notkunar á pappír né neinu öðru, hvað er tré lengi að vaxa? mörg ár ekki satt? en kannabis eitt ár í náttúrunni og það er staðreynd að hægt er að búa til 4 sinnum meiri pappír úr kannabisplöntunni á sama svæði og venjulegum trjám en "stórasti" munurinn er að kannabis plantan er komin aftur eftir ár ekki 100 ár, og hægt er að gera timbur, einangrun, olíu, sápu, sjampó, pappír, þvottaefni ásamt mörgum fleiri hlutum.

 fyrsta biblían búin til úr hemp, fyrstu levi's buxurnar úr hemp. mörg tonn af hempi voru notuð á gömlu seglskipin, en orðið cannabis kemur af orðinu canvas. fyrir utan það að kannabis plantan hefur verið nefnd konungur plantnanna af sumum gömlum þjóðflokkum, þar sem það er hægt að gera nánast allt við hana. og hún skilur jarðveg eftir í betri ásigkomulagi en hann var fyrir, meðan bómull hinsvegar fer illa með jarðveginn.

ég vona að fólk fari virkilega að opna sig fyrir hlutum. bara minna ykkur á að einu sinni var jörðin flöt, blökkufólk neðar í röðinni en gæludýr, flugvélar draumórar og heimska.

börnin mín fá vonandi að heyra frá mér að einu sinni var fólk svo ógeðslega heimskt að ríkið seldi þeim áfengi og tóbak sem drap það í hrönnum en handtók fólk sem ræktaði kannabis sem engan hefur drepið.  hver voru rökin pabbi, við sitjum uppi með áfengi og tóbak við skulum ekki bæta við meira og ég ætla ekki einu sinni að reyna að telja upp öll fáfræðisrökin.. seinasta varðandi einbeitingarleysi, þá get ég alveg sagt þér að ef ég drekk mig pissfullann þá einbeiti ég mér lítið ekki heldur dagana eftir og líka ef ég ét mig pakksaddann. hver sem hefur orðið þunnur hlýtur að skilja hvað áfengi hefur slæm áhrif á líkamann. en kannabis í mjög litlu reglulegu magni dreyft yfir daginn í formi matvæla getur haft mjög góð áhrif á börn með athyglisbrest samkvæmt lækni sem kom fram í viðtali í usa. hefði gaman af því að sjá smá vodka í trópí fyrir tuma litla til að laga eitthvað vandamá.

takk fyrir mig. lesið, kannið, staðfestið og hugsið áður en þið talið.

góða nótt

Daníel (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 23:33

22 identicon

Þetta með að kannabis sé eitthvað skaðlegt er búið að sanna með göturæktuðu grasi, gras sem er ræktað af mikilli samvisku er ekki skaðlegt, það eru hinsvegar aðrir vísindamenn búnir að sýna fram á. Það er munur á Jóni og Séra Jóni. Hvort drekkur þú Landa sem þú fanns hálfkláraðan í partýi og margir liggja dauðir í sófanum ælandi eða Landa sem þú fékkst hjá manni sem þú þekkir og veist að hann bruggaði fyrir þig landann..

ég persónulega tel að þetta verði aldrei lögleitt sama hversu hart sé barist, einnig það að lögleiða þetta í þeirri hugmynd um að ríkið hagnist í kreppunni finnst mér líka vera tóm vitleysa.

Það ætti að prófa að lögleiða þetta í ár og sjá hvað gerist..

Það á að lögleiða þetta en í staðinn ættu að vera strangari reglur ef þetta er brotið t.d. hafa 18 eða 20 ára aldurstakmark og það á bara að virða það, ekki eins og með fulla unglinga á útihátíðum löggan skiptir sér ekkert af þeim. heldur ætti löggan að skipta sér af ef þeir væru með gras t.d.

Bogi (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 23:40

23 identicon

http://www.encod.org/info/THE-CANNABIS-TRIBUNAL-IN-THE-HAGUE.html

"An amount of 200.000 euro had been offered to the political party that would be able to convince an independent court of the positive effects of a ban on cannabis.

The organisers had difficulties in finding people in favour of the ban. Oomen: “There is no doctor in the Netherlands who is willing to maintain that cannabis is a major public health danger and a ban has any positive effect at all.”"

Í Hollandi eru Kristnir Democratar að berjast gegn Cannabis einir manna. Haldin var ráðstefna í fyrra þar sem þeim, jafnt sem öllum öðrum flokkum, var boðið 200 þúsund Evrur í verðlaun ef þeir gætu sýnt fram á að bannið geri gagn. Þetta gátu þeir ekki gert. Enginn læknir í Hollandi fékkst til þess að vitna um hina meintu stórkostlegu skaðsemi Cannabis á heilsu manna......Læknar fengust heldur ekki til þess að tala fyrir banni á Cannabis.

Yfirmaður fíknó sást í kvöld í Kastljósinu viðurkenna að Cannabis sé minna skaðlegt en hin "hörðu" fíkniefni. Þetta, eins og margt fleira, hefur farið fram hjá Hilmari G. sem skrifar athugasemdir hér að ofan, og er illa við að fólk skrifi ekki undir nafni.

Hilmar vill meina að ekki sé mark takandi á þeim sem skrifa ekki undir nafni. En held að það sé augljóst að hann bara treystir sér ekki til að fjalla hlutlaust um málið, ekki frekar að hann treysti sér í rökræðu við mig eða aðra þá sem blogga "nafnlaust".

Ég segi því hér við þig Hilmar: Það er ekki mark takandi á mönnum sem ekki geta rökrætt málefnið sem er fyrir hendi. Þú hlýtur að vera rökþrota fyrst þú ræðst á persónu mína og hinna hér sem blogga "nafnlaust".

Ef þú vilt afsanna þetta sem ég er að segja, þá skaltu koma með málefnalega umræðu án þess að blanda persónu minni í málið, og styðja skaltu mál þitt með rökum.

Ef þú getur ekki rökrætt málefnið, þá skora ég hér með á þig Hilmar að sleppa því bara að vera með frekari athugasemdir hér og skítkast. Er það ekki sanngjörn krafa? Rökin sem ég og aðrir hér hafa skrifað standa athugasemdalaus, jafnvel þótt þú vitir ekki hver við erum. Ef þú ert ekki sáttur við þau rök sem hér hafa verið birt, þá verður þú að gera athugasemdir við rökin ef þú ætlar að hrekja þau, ekki þá sem rökin skrifuðu. Er þetta ekki nokkuð skýrt?

magus (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 00:44

24 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Jájá, hlustum ekki á Harvard sérfræðingana, Carl Sagan einn virtasta vísindamann 20. aldar, landslækni og fleirri og verum enn þá fordómafull gagnvart þessari misskilnu plöntu og segjum nei við lögleiðingu sem myndi taka kannabis frá undirheiminum og borga upp það sem heilbrigðiskerfið þarf að skaffa.


Meira að segja þótt að tölur sýna t.d. í Hollandi að notkun á hörðum efnum  minnkaði um 50%, og notkun ungs fólk á efninu minna heldur en í löndum eins og í bandaríkjunm, englandi og ítalíu.

Veit ekki hvernig ykkur myndi líða þið sem talið á móti plöntuni ef að allir myndu geðveikt dissa ykkur og svo væruð þið bara geðveikt góðar manneskjur sem búið við alveg rosalegum lækningarmátti gagnvart mörgum mismunandi sjúkdómum. Greyið plantan. Hún má þó eiga það að mér þykir vænt um hana.

Davíð Þór Þorsteinsson, 26.3.2009 kl. 01:03

25 identicon

Eitt sinn var ólöglegt fyrir konur að kjósa. Sem betur fer breytast lögin.

Jakob Sv. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 02:46

26 identicon

Ótrúlegt að sjá hversu fastir menn eru hér inni með skoðanir á þessu.

Nú hef ég búið úti í Californiu (San Francisco), stundað þar starfsþjálfun og annað eins og með því fengið auga á lifnað og annað þar í borg við hlið fólks sem hefur búið þar alla sína ævi.

Finnst flestar skoðanirnar hér að ofan einsdæmi um Íslenska umræðu, en hún einkennist af þverneikvöðum bylgjum, eða mönnum sem standa á einni skoðun hvað þetta varðar og þeim verður ekki haggað, sama hvað. Hvort sem hún er með eða á móti skiptir engu.

Ég sjálfur er ekki með né á móti þessari plöntu, og sjálfur tel ég að það sé lítið í þessum heimi sem er svart og hvítt. Staðreyndin er sú að plantan er í dag hækja margra sjúklinga erlendis og á hinn boginn er hún vímugjafi hjá öðru, hún inniheldur þó efni sem getur leitt til fíknar. Það er þó eins og alltaf okkar hlutverk að kynna þessa hluti fyrir þeim sem yngri eru án þess að merkja alla hluti lífsins svart og hvítt eins og við íslendingar eigum til að gera. Sjálfur tók það mig langan tíma að koma mér frá þessari einföldu, og óraunhæfa hugsunarhætti. Lífið er því miður ekki svo einfalt líkt og við öll vitum.

Sem krakki man ég þó að það var alltaf spennandi að prufa það sem "bannað" var, þetta breytist jú ekki með unglingsárnum heldur breytist frá prakkara í áfengi og þar frameftir götum, en ég hefði viljað heyra meira um hvað sum þessara efna gera líkamanum, t.d líkt og áfengið, fremur en að heyra að eitt væri dóp, annað ekki og að það væri bannað eða svona og svona drepandi. Fræðsla og meðferð þessara vægu vímuefna ss. áfengis, í samveru fullorðna sem eru án reglubundnar fíknar er að mér finnst fullkomlega eðlilegt. Bann á hlutum er einmitt orsök þess að unglingar leitast í þessi efni undir óeðlilegum kringumstæðum eða í samveru einstaklinga sem hafa allt önnur markmið en þeir sem næstir þeim eru.

Einhliða neikvæðni í garð plöntunnar er ekkert nema spennandi fyrir ungling. Spurningin stendur áfram og áfram, og henni þarf að svara á einhverjum punkti. Spennan hverfur ekki, henni er þrýst upp hjá mörgum við þetta einhliða "bann".

Þetta má hljóma ílla, en svona kemur þetta fyrir mig, ég er á móti gamaldags uppeldi þar sem eitt er bannað og annað ekki í samfélagi sem okkar. Hvort sem það er barn eða fullorðin þá erum við jöfn með mismikla reynslu, henni verður að deila á jöfnum grundvelli með fræðslu og "down-to-earth" samræðum sem eru ekki einhliða út frá því sem er bannað og ekki bannað. Eða hvað okkur sem einstaklingum finnst um viðkomandi hlut.

Vill taka það enn og aftur fram að ég er hvorki með eða á móti plöntunni, hef prufað þetta og mun líklega gera það í framtíðinni við rétt skilirði sem ég met út frá fræslu þeirra sem eldri eru og hafa kennt mér að meta þessa hluti án einhverskonar þjóðfélags- eða persónulegra skoðanna. :)

Ágúst Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 02:54

27 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er virkilega ánægjulegt að sjá hve margir sem gera athugasemdir eru sammála þeim skoðunum sem fram koma í færslunni. Ég hvet alla til að skrá sig í hópinn á Facebook (http://kannabis.net/) sem hefur það að markmiði að leyfa hverjum sem vill, að börnum undanskildum, að neyta kannabis. Hann hefur aðeins verið starfræktur í nokkra daga og meðlimir orðnir 5000 þúsund. 

Þetta eru etv. sorglegustu ummælin: „Það er augljóst Sigurgeir að þú ert ekki fyllilega dómbær um það hvort og hvaða fíkniefni þú ákveður að láta ofan í þig.“ Þarna talar maður sem telur sig þess umkominn að ákveða fyrir mig hvað mér er fyrir bestu. Slík viðhorf, sem eru í raun yfirgangur og stjórnsemi, eru einmitt rótin að vandanum sem við er að etja.

Að lokum langar mig að árétta að ég hef ekkert á móti lögreglunni. Hún er aðeins að sinna starfi sínu samkvæmt lögum. Hún er, að því er virðist, að standa sig vel. Vandinn er bara sá að það er vitlaust gefið í spilinu. Lögin sem lögreglan starfar eftir leysa engin vandamál heldur búa til ný og enn verri, eins og fleiri og fleiri eru að átta sig á.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.3.2009 kl. 06:13

28 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Auðvitað á ekki að leyfa Kannabis......þekki allt of marga sem hafa einmit verið eins og þið ....haldið að þetta sé bara allt í key en eru annað hvort komnir í sterkara eða alveg steiktir..........Hér er ein spurning hvaða höfuðborg Norðurlanda er frjálsust í öllu svona.......og í hvaða Höfuðborg Norðurlanda er ástandið verst........Svarið er Köben.........og hættið þessu bulli.....og já já Áfengið er ekkert skárra ég veit það.......

Einar Bragi Bragason., 26.3.2009 kl. 09:08

29 identicon

SÍÐUSKRIFARI,HRINGDU Í MUMMA Í GÖTUSMIÐJUNNI OG SPURÐU HANN HVAÐA ÁLIT HANN HEFUR Á ÞESSU DÁSEMDAREFNI ÞÍNU.ÞÚ HEFÐIR ÁTT AÐ HLUSTA Á VIÐTALIÐ VIÐ HANN Á BYLGJUNNI Í GÆR.

Númi (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 09:14

30 identicon

Það er ótrúlegt að hlusta á þetta heilaþvegna lið sem vill skilyrðislaust halda þessu fáránlega fíkniefnastríði gangadi!  Hvað er eiginlega að?

Það sem mér finnst einna merkilegast er hve margt af þessu fólki þykist þekkja hina og þessa sem eru svo "steyktir" og"heilalausir" af hassreykingum.  Fólk som notar kannabis heldur því leyndu fyrir öðrum en fólki í innsta hring, einmitt til að forðast að verða fyrir ofsóknum, verða rekið úr vinnu og svo framvegis.  Þar af leiðiandi þekkir fæst fólk kannabisneytendur, nema það sé sjálft neytendur.

Annars get ég ekki séð að það hafi neitt með málið að gera hvort einhver kannast við einhvern sem er dálítið utan við sig af kannabisneyslu.  Það hlýtur að vera val hans sjálfs.  Af hverju finnst þessu fólki að það sé þess umkomið að ákveða fyrir mig hvaða vímuefni ég nota?  Sjálfur er ég þeirrar skoðunnar að það ætti að lögleiða allt draslið, einfaldlega vegna þess að fíkniefnastríðið er að valda meiri skaða en efnin.  En hvað kannabis varðar, þá er engin spurnig í mínum huga að það efni ætti skilyrðislaust að lögleiða í einum grænum, einfaldlega vegna þess að það er gersamlega útilokað að réttlæta það að gera fólk að sakamönnum fyrir að meðhöndla janf saklaust efni og kannabis er.

Annars finnst mér greinilegt að tíðarandinn er að breytast.  Ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær þessi della verður lögð af, og ég er sannfærður um að í fjarlægri framtíð munu menn horfa til baka og velta fyrir sér hvað hafi eiginlega verið að á þessum "myrku miðöldum", rétt eins og við furðum okkur á nornabrennum núna.

Theodór Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:08

31 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Theódór þú ert mikill grínari

Einar Bragi Bragason., 26.3.2009 kl. 10:34

32 identicon

þú segist vita að áfengi sé ekkert betra? hví hættir ríkið ekki að selja áfengi og tóbak þar sem þar er banvænt? af því þeir þurfa tekjur í ríkissjóð! það er bara stðareynd að ríkið og lögreglan mun aldrei nokkurn tímann ná að stöðva fíkniefnasölu eða notkun, hvenær ætlum við að læra af reynslunni? en kostirnir við lögleiðingu eru tekjur til ríkis og uppræting undirheima. bæði tekjurnar við sölu og það að geta fylgst með hver kaupir efnin fyrir utan sparnaðinn sem fer í það að hætta þessum endemis eltingaleik! ég þekki hinn og þennan fíkil sem hefur lent í illa í öllum efnunum og ekki einn þeirra segir að hassið sé verst eða grasið en eitt eiga þeir sameiginlegt og þeir segja að áfengið sé verst af því öllu.

sigfús (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:47

33 identicon

Það er önnur ástæða fyrir því að ríkið hættir ekki að selja áfengi, en bara sú að það hafi svo miklar tekjur af því.  Ástæðan er sú að það er ekki hægt að stöðva áfengisneyslu með góðu móti.  Menn lærðu af bannárunum hvað áfengi varðar.  Það er svo auðvelt að brugga áfengi að menn vita sem er að um leið og það verður bannað verður farið að brugga í hverjum kjallar og hverju skúmaskoti.  Svo verður farið að selja það á svörtu og salan verður alfarið í höndum glæpamanna.  Þessvegna er skásti kosturinn að hafa það bara löglegt.

Sama á fið um önnur vímu- og fíkniefni, en menn berja hausnum við steininn og neita að horfast í augu við veruleikann.  Nei, við skulum endilega halda áfram að fangelsa fólk og byggja fleiri og betri fangelsi, alveg þangað til við verðum búin að ná Bandaríkjunum í hlutfalli falngelsaðra af þjóðinni.  Þá verður nú gaman.  Og... alt verður samt óbreytt.  Áfram verður ekkert mál að nálgast efnin ólöglega og áfram verður neyslan ósköp svipuð.

Theodór Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:06

34 identicon

Þakka þér Einar Bragi fyrir að koma með að minnsta kosti einhverskonar rök fyrir banninu. Sannleikurinn er sá að ástandið hefur orðið skelfilegt eftir að salan í Kristjaníu var stöðvuð. Nú berjast glæpagengi um markaðinn um alla borg. Sem eru einmitt sterk rök fyrir að hafa þennan markað uppi á yfirborðinu. Það er engin leið fyrir aðila á þessum risavaxna svarta markaði að útkljá deilumál fyrir dómstólum eins og gert er í siðmenntuðu samfélagi. Ofbeldið er til komið vegna þess að jurtin er með öllu bönnuð. Alveg eins og í Chicago á bannárunum. Áfengi er ekki sambærilegt vegna þess að það er eitur í líkama mannsins og drepur og skaðar líf ótrúlegs fjölda fólks. Einmitt þess vegna gilda um það strangar reglur. Eins og um aðrar hættulegar vörur.

Númi:

Það er nú óþarfi að æpa.

Mummi byrjar að segja að kannabis mælist í líkamanum í mánuð eftir neyslu. Það er vegna þess að það er ekki eitur fyrir líkamann. Og líkaminn reynir því ekki að losna við það. Það er almennt viðurkennt að kannabis-víma endist í um 2-4 klst.Það er enginn "stóned" í mánuð nema hann/hún reyki með því millibili. Reyndar Samt er fólk svipt ökuréttindum jafnvel eftir að hafa farið í 28 daga meðferð. Mummi talar um að sjálfsvirðingin brotni hjá unga fólkinu. Er það skrítið þegar sumt fullorðið fólk, jafnvel læknar og meðferðarfulltrúar, tala um skjólstæðinga sína sem steikta, heiladofna og svo fram eftir götunum. Önnur fráhvarfseinkenni sem hann minnist á eru þau sömu og hjá t.d. spilafíklum. Fráhvarfseinkenni spilafíkla eru t.d. reiði, kvíði, þunglyndi, sorg, vænisýki (paranoia), tilgangs og stefnuleysi. Einnig mjög skýr líkamleg einkenni eins og ógleði, kláði, svefntruflanir. Mummi hefur atvinnu af eymd ungra fíkla. En eflaust meinar hann vel.

Árni (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:12

35 identicon

Einar Bragi Bragason; Þú ert augljóslega mikill röksemdarmaður... og eigum við að hætta að bulla? Lestu yfir það sem þú sagðir og segðu mér, hefuru einhver rök fyrir máli þínu?
Það sem ég kom með í þessa umræðu fyrst voru bara staðreyndir, en svo kemur þú og segir bara eitthvað sem þér dettur í hug og segir að við séum annaðhvort steiktir eða í sterkari efnum og bullum bara?
Ég reyki ekki einu sinni!
Þú kemur fram eins og manneskja sem veist ekkert um hvað þú ert að tala en segir samt það sem þú heldur eins og það séu staðreyndir?
Einar, einhvern tímann heyrði ég máltak sem ég man ekki alveg hvernig var en það á mjög vel við um þig. En það var einhvern veginn svona: "Það er betra að þegja og láta fólk halda það sem það vill, heldur en að tala og fullvissa fólk um að maður sé heimskur."

Bertel Benóný (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:52

36 Smámynd: ThoR-E

Einar Bragi: Mér sýnist þú vera kjáni.

Hvað gerist núna þegar búið er að hreinsa upp landið af cannabis.

Fólk leitar í önnur fíkniefni.

Ég nota þetta ekki lengur, en eftir að hafa lesið rökin hérna fyrir ofan að fullorðið fólk fái að ráða því hvort það reyki einhverja jurt eða ekki ... að auðvitað á að lögleiða þetta að vissu marki.

Sérstaklega ef einhver reykir eina jónu.. og síðan eftir 3 vikur er hann stöðvaður af lögreglu.. og missir prófið... þótt hann sé ekki undir áhrifum frekar en lögregluþjóninn sem stöðvaði hann.

Áfengi er ekki ólöglegt.... samt drekk ég ekki. Afhverju halda sumir að ... ef cannabis verði lögleitt.. að þá sjálfkrafa endar öll Íslenska þjóðin útúr skökk. Það er bara vitleysa. Í Hollandi er þetta ekki ólöglegt... samt er minni cannabis neysla þar heldur en í mörgum öðrum löndum þar sem þetta er bannað með lögum.

Rosalega er þreytandi að sjá svona rökleysu eins og hjá svo mörgum hér fyrir ofan.

ThoR-E, 26.3.2009 kl. 13:37

37 identicon

Vá! Þessi færsla er virkilega góð og upplýsandi um staðreyndir málsins, og kommentin frá Daníel, Bertel Benoný, Magusi og mörgum fleirum ættu að geta opnað augu einhverra fyrir sannleikanum. Og á meðan það er í vinnslu þá hef ég mjög gaman af þröngsýnum bullum einsog Hilmari og Einari Braga Ástæðan fyrir því að ég kýs nafnleysi hér eru hugsanlegar nornaveiðar gegn þeim sem dirfast að efast um ríkjandi stefnu og skoðanir stjórnvalda og stærri hagsmunaaðila - eftir lesturinn á því efni sem birst hefur td á kannabis.net undanfarna daga þá flokkast ég væntanlega þannig.

Konni (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:49

38 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Hér er áhugaverður texti sem ég sá síðu (http://www.leap.cc/cms/index.php) gegn „stríðinu“ gegn kannabis:

After nearly four decades of fueling the U.S. policy of a war on drugs with over a trillion tax dollars and 37 million arrests for nonviolent drug offenses, our confined population has quadrupled making building prisons the fastest growing industry in the United States. More than 2.2 million of our citizens are currently incarcerated and every year we arrest an additional 1.9 million more guaranteeing those prisons will be bursting at their seams. Every year we choose to continue this war will cost U.S. taxpayers another 69 billion dollars. Despite all the lives we have destroyed and all the money so ill spent, today illicit drugs are cheaper, more potent, and far easier to get than they were 35 years ago at the beginning of the war on drugs. Meanwhile, people continue dying in our streets while drug barons and terrorists continue to grow richer than ever before. We would suggest that this scenario must be the very definition of a failed public policy. This madness must cease!

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.3.2009 kl. 16:37

39 identicon

Hilmar er kominn í ad hominem-árásir af bestu gerð. Ég tel að það skipti litlu máli fyrir þessa umræðu hvort fólk er skráð á moggabloggið undir fullu nafni eða ekki ef það hefur eitthvað vitrænt um málið að segja.

Mér finnst mikilvægt að fólk dæmi ekki efnið út frá sínu nánasta umhverfi, Mummi í mótorsmiðjunni dílar við fíkla allan daginn og skoðun hans er lituð af því....

Mér verður hugsað til félaga míns sem á pabba sem er alki. Vegna þessa þá hatar félagi minn áfengi og trúir ekki að neinn geti drukkið það á ábyrgan hátt: Allir sem drekka áfengi eru rónar. Að sjálfsögðu finnst flestum það fáránleg fullyrðing. En á sama tíma tek ég eftir því að það þykir ásættanlegt að líta á alla sem reykja kannabisefni sem "stónera."

Gunnar J. (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 16:47

40 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

sorry þarf víst að vinna ....hef ekkert náð að fylgjast með hér.....en var að hlusta á Arnar Jensson hjá Europol í viðtali í Bylgjunni en Arnar starfar í Hollandi og veit einmitt vel hevernig ástandið er þar......ekki var það máli ykkar til framdráttar að hlusta á hann .....sem sagt lögleiðing í Hollandi virkar ekki.....Með ástandið í Köben þá er það ekkert betra eða verr en það hefur verið....Danir eru orðnir svo lost í þessum málum að Lögreglan lætur dyraverði taka efni af gestum veitingahúsa og koma svo kannski seinna um nóttina og sækja....... Ástandi var skelfilegt í kringum Kristaníu þó að það hafi kannski ekki sést með túrista augum yfir há daginn...

Plís hættið að nota áfengið sem einhverja vörn í þessu.....Áfengið er oft ekkert betra alveg sammála því en það er víst löglegt þannig að það er óþarfi að eyða orðum á það......þetta hljómar eins og þegar menn eru sektaðir fyrir of hraðann akstur og skamma lögguna fyrir að sekta ekki Jón í næsta húsi sem ekur eins og brjálæðingur.....PS tékkið á því á eftir hvort að það sé ekki hægt að hlusta á Arnar á bylgjan.is

Einar Bragi Bragason., 26.3.2009 kl. 18:08

41 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ps gleymdi Gunnar J. ég þekki líka nokkra sem fá sér í pípu við hátíðleg tækifæri....en flestir kunna ekki með þetta að fara.........frekar en áfengi

Einar Bragi Bragason., 26.3.2009 kl. 18:10

42 identicon

VINSAMLEGA MYNDIÐ YKKUR SKOÐUN Á EFNI PISTILS EFTIR LESTUR EKKI FYRIR. MEÐ FYRIRFRAM ÞÖKKUM.

merkilegt hvað fólkið sem er að styðja kannabis hefur kynnt sér þetta mikið meira og kemur með muna meira af rökum meðan hinir koma með sömu rökin aftur og aftur og aftur án þess að hafa neitt bakvið það annað en ég hef séð mann reykja hass og honum líður ekki vel í dag... ég veit ekki betur en offita sé eitt helsta vandamál heimsins í dag líka, en ég fordæmi ekki fólk yfir meðalþyngd eða fastagesti á kfc af því það er feitt og heimskt og heimskt af því það er feitt.. kommon, gerið það fyrir mig og lesið áður en þið talið, rannsakið og ekki fara á antikannabis.com eða prokannabis.com og lesa bara á annari síðunni.. finnið ykkur milliveg.. ég mæli eindregið með þremur bíómyndum ef þið nennið ekki að leita, lesa og rannsaka.

 grass - the prohabition.. allt um bann kannabis og ástæðurnar fyrir því
magic weed - history of marijuana - saga kannabis í hnotskurn...

the union -  blanda af því besta...

ég hef reykt gras lengi og ég hef á tím drakk ég áfengi lengi.. hef prufað bæði í hófi sem og óhófi en geri hvorugt í dag.. og þið skuluð ekki einu sinni reyna að tjá ykkur um efnið fyrr en þið prufið allavega að ofnota áfengi eina helgi og ofnota svo kannabis þá næstu, aldrei á ævinni hef ég verið jafn þunglyndur og þegar ég ofnotaði áfengi og ég notaði kannabis til að komast úr því þunglyndi af því ég lærði að nota það og þarf það ekki í dag.. einfalt mál áfengi vs kannabis vs tóbak.. þú getur ekki tekið eina efnið sem hefur engan drepið og rifist og rifist um að það sé mikið verra og skaði fleiri eyðileggji svo og svo mörg líf allt ofangreint hefur eyðilagt mun fleiri líf jafnvel tekið þau alveg.. jújú hinn og þessi kann ekki að hemja sig en getur hann hamið sig með annað, ef það er ekki gras er það þá ekki matur, tóbak, kynlíf eða kókaín, tölvuleikir eða áfeng jafnvel vítamín og fæðubótaefnii?? bönnum það allt! er það ekki? af því rökin ykkar gegn kannabis á við um alla þessa hluti og alla hluti sem eru notaðir í óhófi! sumir eru bara fíklar í sér en það eiga ekki allir að þurfa að líða fyrir örfáa einstaklinga sem ráða ekki við sig..  hvað varð um ábyrgð einstaklingsins er lífið leikskóli yfirvaldsins?? þetta snýst ekki bara um lögleiðingu þetta snýst um það hvenær við drögum mörkin af þessari frelsiskerðingu, í nútímasamfélagi þar sem þú getur fengið nánast allt án nokkurar fyrirhafnar þá skiptir ekki máli hvað er bannað og hvað ekki, spurningin er ætlum við að reyna að stjórna því eða halda áfram að hrista bátinn til að bjarga öllum frá drukknun? kompás sýndi nú fram á það hversu auðvelt er að redda fíkinefnum, tekur ekki nema örfáa klukkutíma hvenær sem er sólarhringsins.. en ætlum við að halda áfram að eyða pening í að stoppa það sem verður ekki stoppað eða reyna að taka peninginn frá þessum örfáu undirheimatöppum sem er alveg sama um hvernig þér líður eða hvaða efni þú ert að taka og hvort þú lifir af eftir þau eða ekki.. damage control please.. hvort sem þú ert með eða á móti fíkniefnum.. þá hlýtur þú sem löghlýðinn einstaklingur að vilja taka peninginn frá glæpamönnum og nota hann í að draga úr kostnaði þess að lifa, hægt er að nota tekjurnar til þeirra sem minna mega sín. þetta fólk fær dópið sitt sama hvað, en ef við fáum tekjurnar þá getum við allavega notað þær til að hjálpa og upplýsa þá sem ofnota hlutina.viljum við bara hljóta skaðann af fíkniefnum? aukna glæpi aukna fíkn auknar tekjur í undirheimana. sumt af þessu getum við aldrei losað okkur við því mannskepnan er jú bara svona vitlaus ekki hasshausinn eða alkhólistinn eða edrúistinn heldur einstaklingurinn. Þegar sjáið hvað fíkn er að aukast mikið og neysla og sala, á sama tíma og peningnum sem varið er í stríðið gegn eiturlyfjum er að aukast til muna,  í þessu tilviki þá verður mínus mínus ekki plús. því miður ég virkilega vildi að það væri svo.. ég veit að það er ekki einn einasti aðili sem myndi reyna að bjarga skipinu sínu frá því að sökkva með því að berja stærra og stærra gat í botninn, meiri vinna meiri sjór á staði sem þú vilt ekki fá hann.en við eyðum samt peningum í eitthvað sem hefur ekki nokkurntímann skilað árangri ekki frá byrjun "stríðsins" gegn fíkniefnum, við virðumst bara skapa hættulegri og klókari glæpamenn og fíkla sem fela sig fyrir umheiminum, talar við engan af því hann er fordæmdur hver er leiðin út ef þú ert merktur við að leita hjálpar. og svo drekkum við okkur blindfull og bendum á "dópistann"! áfengi er líka dóp sama hvernig þú lítur á það, þetta er allt fíkniefni, þau valda jú fíkn.. ríkið er ennþá stærsti fíkniefnasali landsins það er ekki hægt að ræða í kringum það.

eruði að gera ykkur grein fyrir veltunni á fíkniefnum hérna? eruði að gera ykkur grein fyrir því hvað væri hægt að draga úr mörgum vandamálum með tekjunum sem ríkið fengi úr vímuefna sölu? við erum nú þegar að selja þau tvö fíkniefni sem valda hvað mestum dauðsföllum, afhverju ekki hin? þú þarft ekki að vera menntaður eða gáfaður til að sjá að þetta stríð gegn fíkniefnum verður aldrei unnið. hver veit nema fólk hætti að versla við dópsala ef þeir geta fengið það helsta hjá ríkinu og þá veit maður allavega að það er ekki eitthvað heimatilbúið drasl af einhverjum sem vill bara meiri pening sama hvernig hann fer að því.. og þú veist þá að þú getur ekki fengið lánað á þeim skilmálum að einhver kemur og brýtur á þér hendina ef þú stendur ekki í skilum.. eða nauðgar konunni þinni af því þú skuldaðir 50þús kr.. man einhver eftir konu sem var hópnauðgað með borvél af því fyrrverandi  skuldaði 50þús! þetta var í fréttunum! viljiði þessa einstaklinga með milljónir í vasanaum virkilega! ég vil það ekki ég vil peninginn í ríkissjóð fyrr en í vasann þeirra.

 en ég vil endilega fá að vita frá ykkur die hard anti kannabis fólki sem hafið aldrei nokkurntímann tekið ykkur svo mikið sem klst í að kynna ykkur plöntuna í frítímanum ykkar, hvernig þið skilgreinið eiginlega hættuleg efni og bara hættu yfir höfuð???? er maðurinn sem gefur aldrei stefnuljós og stoppar aldrei alveg á stöðvunarskyldu en lendir aldrei í árekstri hættulegri en sá sem drepur einhvern reglulega í hraðakstri?? apsirín drap fleiri einstaklinga í bandaríkjunum á einu ári en epillur í allri evrópu á 5 árum? kannabis núll, tóbak og áfengi milljónir.. af allri rununni þá kynni ég virkilega að meta að fá svar við því hvernig þetta er flokkað hjá ykkur sem vitið því miður ekki betur um þennan eina hlut. þið vitið eflaust töluvert um annað en greinilega ekki þetta. ég væri virkilega til í að setjast niður með ykkur og heyra ykkur færa þessi rök sem þið færið upphátt og ítrekað og sjá hvort þið heyrið ekki gallana í þeim.

á menningarnótt er löggæsla að kosta milljónir vegna drykkju? haldiði að það væri eins ef þetta væri öfugt kannabis væri löglegt en drykkjan bönnuð?? hugsið nú í allavega 2 mín leyfið fyirfram ákveðnu skoðunum ykkar að renna af ykkur. 

 nokkrar staðreyndir í lokin

fyrir utan það að brjósta mjólk inniheldur efni sem finnst einnig í kannabis plöntunni sem gerir börnin svöng, heilinn er með móttakara sem eru eingöngu fyrir það að móttaka thc.. ég hef ekki ennþá og vona að ég muni aldrei kynnast kvenmanni sem geymir léttan dreitil af áfengi eða einhverju þvílíku í brjóstunum. allavega fær hún ekki að gefa barninu mínu. er ekki bara hægt að smella staðreyndum um kannabis á pakkann sem seldur verður í átvr  eins og við gerum við tóbak.. tóbk drepur þig hægt og rólega eða hvað sem stendur.. kannabis drepur þig aldrei en þú MUNT líða fyrir það að ofnota það árum saman! en ef þú hættir tímanlega þá muntu ekki einu sinni vita af því. svona gæti kannabis merkingin hljóðað. takk fyrir mig gott fólk ég vona að við getum lært að lifa með mismunandi smekk og mismunandi skoðanir í framtíðinni, en það eru fleiri hliðar en ein og fólk sem vill ekki verða ofurölvi fær það ekkert annað? fæ ég ekki að vera heima og taka því rólega með jónu vakna svo í vinnuna blá edrú og engin eftiráhrif eða þarf ég að sitja fullur heima eða niðrí bæ og vakna svo þunnur. allir þeir sem hafa upplifað þynnku hljóta að skilja að líkaminn er að segja þetta er eitur! of fullur þér líður hrikalega og manst ekkert af því líkaminn og heilinn vill það ekki hann slekkur á þér svo þú getur ekki tekið meira af því ef þú gerir það þá deyrðu. ef þú deyrð áfengisdauða og einhver hellir í þig meira áfengi þá vaknaru ekki aftur, og kannabis er eitur og ekki bara bannað af því það er svo eitrað.. hví þá?? vegna fordóma.. allavega ekki með rökstuðning

sigfús (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 18:32

43 identicon

Einar Bragi; Ég skil ekki alveg samhengið þitt með "hraða aksturs" dæminu þínu?
Og þú segir að flestir kunni ekki með þetta að fara. Það er bara ekki rétt, málið er bara það að þeir sem kunna það ekki eru oftast í sviðsljósinu og þar af leiðandi er byrjað að koma þessa alhæfingu. Segir svo svoldið sjálft. Ég þekki fullt af fólki sem reykir og meirihluti þeirra ráða fullvel við þetta og stunda þetta aðeins í hófi. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem kunna sér ekki hóf og þurfa alltaf að fara út í öfgar með allt, en það réttlætir samt ekki svona alhæfingu.

Bertel Benóný (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 18:33

44 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Góður Pistill Sigfús sem ég lagt frá því að vera sammála og bendi aftur á viðtalið við Arnar Jensson á Bylgjunni.....

Bertel ég er að meina að þetta er eins og hjá litlu krökkunum .......akkuru má þetta...

Ég hef séð ansi marga ljóta hluti tengda áfengi og öðrum vímuefnum í mínu starfi bæði sem Hljóðfæraleikari og Lögregla.....og segi bara það eru næg vandamál fyrir hér á landi sem myndu bara aukast...

Einar Bragi Bragason., 26.3.2009 kl. 19:36

45 identicon

Einar Bragi,

Ég bjó einu sinni í Danmörku og kom þá stundum í Kristjaníu.  Þá var Kristjanía virkilega áhugaverður og sérstakur staður.  Það ríkti þar einkennileg, sérlega friðsamleg hippamenning og þarna gat maður sest niður og notið þess að fá sér jónu og hafa það huggulegt í notalegu andrúmslofti.

Ég kom svo í Kristjaníu mörgum árum seinna, um það leiti sem lögreglan fór virkilega að taka til þarna, búið að loka öllum sölubásunum á Pusher Street og þarna gekk lögreglan fram og aftur 3-4 í hóp, gráir fyrir járnum, og fólkið sem áður var afslappað og notalegt var allt eins og hengt upp á þráð.  Það var hvíslað, og það heyrðist allskonar viðvörunarhljóð þegar lögreglan kom fyrir horn.  Þá fóru jónurnar undir borðplötuna, menn skutust í var og svo framvegis.  Það sem áður var notalegt og huggulegt, var orðið andstyggilegt og ljótt.  Umburðarlyndið far farið.

Núna ríkir þarna hálfgert stríðsástand og núna er hafið stríð meðal glæpagengja um markaðssvæðin í borginni.  Þetta er afleiðing af hertri löggæslu, en ekki afleiðing af því að kannabis sé á markaðum.  Þetta er afleiðingin af því að sýna fólki sem vill fara aðrar leiðir ekki umburðarlyndi.

Theodór Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:07

46 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er allt önnur hlið heldur en Fíkniefnaheimur Danmerkur gefur sjálfur af Kristaníu.....hef sjálfur verið lengi í DK engang.......en hef einnig lesið mér til um þá hlið af Kristaníu sem að fáir sjá

Einar Bragi Bragason., 26.3.2009 kl. 20:17

47 identicon

Einar Bragi, hvað hefur þú fyrir þér þegar þú fullyrðir að "lögleiðingin" í Hollandi virki ekki, annað en fullyrðingar einhvers manns í útvarpinu?

Hefur þú prófað að kynna þér málið sjálfur? Cannabisneysla í Hollandi er með minnsta móti í Evrópu, og þar með miklu minni en í USA og Kanada. Neyslan er mest í Kanada, USA sæti nr. 2. Hvernig færðu það út að Holland sé ekki góð fyrirmynd? Þegar neysla sterkari efna er skoðuð í Hollandi og svo borin saman við neysluna í USA er munurinn ennþá meiri. Neysla sterkari efna fer stundum í það í USA að vera MARGFÖLD á við neysluna í Hollandi. Hvernig færðu það út að Holland sé ekki góð fyrirmynd?

Í Hollandi er "kristilegur" flokkur stjórnmálamanna sem berst á móti kerfinu þar, og þar með Cannabis. Það er ekki þar með sagt að Hollendingar í heild sinni séu á móti kerfinu. Fyrir nokkrum mánuðum var haldin ráðstefna stjórnmálaflokka í Hollandi þar sem þessum "kristna" stjórnmálaflokki, ásamt öðrum flokkum, var boðið 200 þúsund Evrur í verðlaun ef þeir gætu sýnt fram á að bann við Cannabis skili árangri, eða að jurtin geti valdið einhverju verulegu líkamstjóni.........Það fékk engin verðlaunin. Það fékkst t.d. enginn læknir sem gat vísað í áræðanlegar rannsóknir sem sanna skaðsemi jurtarinnar, og enginn gat sýnt fram á að "bannið" skili árangri.

http://www.encod.org/info/THE-CANNABIS-TRIBUNAL-IN-THE-HAGUE.html

ÞAð eru ekki bara læknar í Hollandi sem eru á móti banninu, þetta er rætt allstaðar í Evrópu, og í Kanada, og svo USA. ÞAð eru ekki bara læknar í þessum löndum sem eru að ræða lögleiðingu, það eru líka dómarar og lögreglumenn. Samtökin í USA, LEAP, eru kannski hvað best þekkt. Nú eru Sameinuðu Þjóðirnar einnig komnar í hóp þeirra sem vilja aflétta Cannabisbanninu.....

Fyrst Danmörk var einnig nefnd, þá er ekki að ásæðulausu að lögleiðingar umræðan er orðinn áberandi þar líka, minnir að kannanir sýnir fram á að annar hver Dani vilji lögleiða jurtina í dag, sem er svipað hlutfall og í Kanada. Það er greinilegt að allt fór í upplausn og brjálæði eftir að Stína var eyðilögð í Köben....

Enda með því að benda á að landlæknirinn okkar tók undir umræðuna um Cannabis sem lyf áðan í Kastljósi, þótt hann hafi verið mjög varkár. Bendi á hve miklu betur hann er að sér í þessum efnum en Þórarinn T. sem vissi greinilega ekki rassgat um umræðuna um Cannabis sem lyf. ÞAð er mikil framför að Landlæknirinn þori að tala um þessi mál.

Með fræðslunni breytist jú umræðan.

magus (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:39

48 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er að komast á þá skoðun að það eigi að hætta að eyða fjármagni í að eltast við þetta...

Hólmdís Hjartardóttir, 26.3.2009 kl. 21:30

49 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ALdrei hef ég sagt neitt á móti því að þetta sé notað til að linna þrautir sjúklinga......en ég held að að maður sem vinnur með Hollensku og Evrópsku Lögerglunni viti þetta nú.....Kristanía hefur alltaf verið til vandræða ekki reyna að segja annað.....

Einar Bragi Bragason., 26.3.2009 kl. 22:34

50 identicon

Einar B.: Hvaða ógurlegu vandræði ertu að tala um? Á tímabili voru "Englarnir" að reyna ná völdum þarna til að selja öll möguleg lyf, en þeir náðu ekki að skjóta þarna rótum. Menn sem vilja ekki að Cannabis sé selt "ofan borðs" munu aldrei kalla stað eins og Stínu annað en vandræðastað. Það sem ég er nú samt aðalega að benda á er það að "vandræðin" sem hlutust af því að hafa Stínu frjálslega eru bara tyttlingaskítur miðað við ástandið í dag, eftir að Stína var eyðilögð. Er það ekki nokkuð augljóst?

Hvernig er þetta með "ástandið" í Hollandi? Nú er það dagljóst að neysla þar á Cannabis og svo eiturlyfjum er mun minni en í Bandaríkjunum. Ég vil fá að vita hvernig þú túlkar þá staðreynd sem svo að "hollenska aðferðin" virki ekki? Glæpatíðni er einnig mun lægri en í USA. Hvað virkar ekki? Hvað er svona miklu betra við bandarísku aðferðina? Þeir eru með fleiri þegna í fangelsi en nokkur önnur (vestræn amk) þjóð, mestu glæpatíðnina og mestu neysluna. Meiriháttar árangur?????

Hvað hefur gerst hér á Íslandi eftir að menn hertu "stríðið" hér með yfirlýsingum um að það ætti að gera Ísland fíkniefnalaust? Það eina sem hefur gerst er að neyslan hefur aukist og meira framboð af hörðu efnunum. Alveg eins og gerðist í USA eftir að þeir hófu sitt stríð....

Í kastljósinu í kvöld kom fram að á árinu 2004 hafi verið eytt 2.5 milljörðum í stríðið gegn eiturlyfjum hér, á meðan 50 milljónir voru setta í forvarnir. Viltu tala um eitthvað sem virkar ekki?

Væri ekki ráðlegt að breyta áherslum hér? Hætta að beina athyglinni að Cannabis sem er langt hættuminnsta vímuefnið, hættuminna en áfengi t.d., og beina kröftum lögreglunnar að hörðu efnunum? Hvernig væri að setja meiri pening í forvarnir og uppbyggingu, í stað þess að eyða mörg hundruð milljónum á ári hverju í að eltast við Cannabis sem er mun hættuminna en áfengi?

Endurtek að það eru ekki bara læknar í Evrópu og Ameríku sem eru að tala fyrir því að leyfa Cannabis, að einhverju leiti amk.. Það eru líka lögreglumenn í þessum löndum að tala um það sama, sem hafa í sumum tilfellum jafnvel stofnað samtök eins og LEAP. Og nú eru Sameinuðu Þjóðirnar einnig farnar að tala sama máli. Heilu fylkin í USA eru að íhuga þetta....yfir 50% Kanadamanna vilja lögleiðingu, svipað í Danmörku.........

Nú er löngu komið nóg af fordómunum gagnvært Cannabis, og endalausum áróðri og bábylju frá USA...... Þessi umræða er vel tímabær.

magus (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:39

51 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Leiðrétting magus: "Endurtek að það eru ekki bara læknar í Evrópu og Ameríku sem eru að tala fyrir því að leyfa Cannabis, að einhverju leiti amk.. Það eru líka lögreglumenn í þessum löndum að tala um það sama, sem"

Þarna ætti að standa sumir læknar og sumir lögreglumenn

Páll Geir Bjarnason, 27.3.2009 kl. 03:23

52 identicon

Takk fyrir það Páll Geir, það má víst lengi bæta málfræðina..........

En hvað finnst þér um umræðuna hér? Er það ekki tímabært og gott mál að þetta sé rætt á málefnalegum grundvelli? Er ekki tímabært að breyta áherslunum hér frá ofsóknum á Cannabis yfir í áherslu á sterku efnin, og svo forvarnir og fræðslu?

Fyrst áfengi er leyft og tóbak, má þá ekki íhuga það að leyfa einnig (að einhverju marki amk) jurtina Cannabis sem er mun hættuminni en leyfðu efnin? Fyrir utan það hversu meinlaus jurtin er í samanburði við áfengi og tóbak, og því kjánalegt að berjast á móti henni þá býður Hampurinn upp á svo gífulega möguleika.

Það hefur verið nefnt að skattleggja mætti löglega neyslu og færa ríkinu töluverðan pening. En það sem gæti skapað miklu meiri verðmæti eru allar afurðinar sem má búa til úr jurtinni.....Hér mætti framleiða og þróa lyf, búa til matarolíu úr fræjunum (sem inniheldur Omega fitusýrur eins og lýsi), framleiða pappír, föt, plast, bensín/diesel...með alla okkar ódýru orku þá eru möguleikarnir ótrúlegir.

magus (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 04:24

53 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Er fíkn glæpur? Af hverju er það glæpur að reykja hass en ekki að drekka áfengi?

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.3.2009 kl. 07:47

54 identicon

lögleiðing er ekki nauðsynleg.. en að afnema þetta sem glæpsamlegt athæfi.. decriminilization eða hvernig sem það er skrifað.. sama hvað við rökræðum þetta lengi þá er ekki hægt að sýna fram á neitt sem rökstyður það að áfengi hafi eitthvað framyfir kannabis þegar um lögleiðingu er að ræða. punktur ef eitthvað er þá fara fleiri að reykja kannabis í stað þess að drekka og það dregur úr löggæslu. fyrir utan það að usa er með ein hörðustu fíkniefnaviðurlög í heiminum og eru líka með eina mestu notkunina og svo má benda á mjög áhugaverða og skelfilega staðreynd, 25% af öllum fangelsuðum í heiminum eru í usa.. það er að segja usa fangelsar 25% af öllum þeim sem eru fangelsaðir!

sigfús (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 08:36

55 identicon

Mig langar líka að skjóta inn einni athugsemd um Holland.  Það er staðreynd að það eru ekki meiri vandræði í Hollandi en hvaða Everópuland sem er.  Holland hefur skorið sig úr hvað umburðarlyndi varðar gagnvart sérstaklega kannabis, og hefur enn ekki sokkið í sæ.

Það sem ég vil benda á er að þetta er tilfellið, þrátt fyrir að Holland sé eins og vin í eyðimörk að þessu leiti.  Fyrir bragðið leitar fólk sérstaklega til Hollands sem vill njóta frelsisins sem þar ríkir.  Einungis af þeirri ástæðu mætti ætla að þar væri meira um að vera en annarsstaðar, en þrátt fyrir það er ekkert sérstakt vesen þarna.  Það er reyndar rétt að Hollendingar hafa ákveðið að skerpa dálítið afstöðu sína til kannabis og vilja fækka þessum svokölluðu "Coffe shops", en það er gert til að draga úr narkotúrisma.  En það sem ég er að reyna að segja er að ef kannabis væri almennt leyft um alla Evrópu væri Holland ekki lengur í þessarri sérstöðu.

Þess má geta að Spánverjar eru líka ósköp afslappaðir í sambandi við kannabis og þar er hverjum og einum frjálst að hafa það undir höndum án þess að vera flokkaður sakamaður.  Ég kannast þó ekki við að þar sé einhver hliðstæða við Coffe Shops, en það er ekkert tiltökumál að taka upp jónu víðast hvar.  Og Spánn er ekki farinn til Helvítis.  Hvernig ætli standi á því?

Theodór Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 08:48

56 identicon

við hljótum að geta verið sammála um að þetta er ekki hættulegra en áfengi?? þú þarft ekki annað en lesa í hálftíma til að komast að þeirri niðurstöðu, sérstaklega þar sem enginn hefur dáið af kannabis.

 okkar helsta vandamál í dag er atvinnuleysi, þetta gæti skapað fullt af atvinnu, auka túrisma til muna og mögulega skapa nýja útflutningsvöru. enda er amsterdam þekktur túristastaður aðallega vegna kannabis. gjaldmiðill, túrismi, atvinna? er þetta ekki jákvætt skref miðað við núverandi ástand? ég tel mig nokkuð vissan að þetta myndi hafa margfalt jákvæðari áhrif en það myndi hafa neikvæð

sigfús (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 08:51

57 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"í fjarlægri framtíð munu menn horfa til baka og velta fyrir sér hvað hafi eiginlega verið að á þessum "myrku miðöldum", rétt eins og við furðum okkur á nornabrennum núna."

Sammála þessu.   En menn átta sig ekki almennilega á þessu núna.

Þó eitthvað sé bannað og talið af ráða og löggjafamönnum óskaplega illt og eina rétta að elta uppi refsa og vesenast -  þá er það ekert jafnt og stóri sannleikur.

Sagan hefur ótaldæmi um hvernig viðhorf og afstaða breytist.  Það sem einu sinni var eðlilegt þykir afar óeðlilegt sinna og öfugt.

Þessi eltingarleikur við marijúhana er ekta dæmi um slíkt sögulegt viðfangsefni.  Enda var það ekki bannað í eina tíð.

Við höfum í mjög nálægri fortíð álíka fyrirbrigði þegar áfengið var bannað.  Bara örstutt síðan. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2009 kl. 11:46

58 identicon

Skil ekki afhverju fólk getur hatað þessa plöntu svona mikið. Munurinn á áfengi og grasi er sjáanlegur fyrir hvern sem er sem vill kynna sér málið.

 Væri til í að gera tilraun þar sem eina helgina væri "eðlilegur" miðbær með sína ofdrykkju, slagsmál og læti, svo helgina eftir væri hann(miðbærinn) reyktur. Hugsa að það myndi skerpa hressilega á muninum á þessum efnum. 

 Marley orðaði þetta best "It is just a plant." Proverbial nail on the head!

Svo annað ef þið ætlið að tala um "gateway drug" þá er upprunalega gateway drug-ið móðurmjólkin!

dadi (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 15:19

59 identicon

Dadi,

Já, þetta væri skemmtileg tilraun, ef hún væri framkæmanleg.  Ég hef einmitt oft verið að velta fyrir mér um verslunarmannahelgar, þegar fréttir berast af að upp hafi komið svo og svo mörg fíkniefnamál á þessarri eða hinni útihátíðinni, þá er það ábyggilega oftast rólegasta og kurteisasta fólkið sem ver verið að áreita.  Hitt liðið sem æðir um ælandi og spúandi, nauðgandi og berjandi er látið óáreitt.  Það fólk er ekki undir áhrifum fíkniefna, heldur áfengis, -sem er auðvitað allt annað og betra ástand.

Theodór Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 17:05

60 identicon

Höfum einmitt óbein dæmi um svona "tilraunir". Þeir sem hafa t.d. upplifað það að vera á Hróarskelduhátíðinni geta borið þá reynslu saman við íslenskar aðstæður um versló. Á meðan allt er logandi í slagsmálum og nauðgunum á íslenskum drykkjuhátíðum þar sem kannski 5-10 þúsund manns koma saman, þá eru svona slagsmál og nauðganir nánast óþekkt fyrirbrigði á Skeldunni þar sem 100 þúsund manns eru......

Okkar íslenska anti-Cannabis drykkjumenning er ekkert endliega neitt rosalega æðisleg.

Íslendingar sem hafa ferðast til landa þar sem önnur viðhorf eru í gangi og Cannabis áberandi hafa margir orðir varir við þetta, það er miklu betra að fólk skemmti sér "skakkt" en fullt. Þetta er nú umræða sem hefur alveg heyrst á meðal lögreglumanna beggja megin við Atlandshafsins, en verið þögguð niður hingað til. Menn jafnvel reknir fyrir að hafa þannig skoðun á málinu....

Með fræðslunni breytast viðhorfin. Væri til í að sjá "öðruvísi" útihátíð hér. Lokað svæði, góð tónlist, ekkert áfengi en Cannabis leyft. Yrði ljúft og mundi örugglega bæta "menninguna".

magus (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 17:43

61 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Magus: THC-lyf eru framleidd og lögleg. Það má flytja þau inn, eða jafnvel framleiða þau í Actavis. Hvað er að þeim? Þeir sem þurfa á þessu að halda geta fengið lyfseðil fyrir þeim.

Hvort sem kannabis er löglegt eða ekki þá er það bersýnilega glæpsamlegt athæfi að vera með verksmiðju heima hjá sér eða í leigðum skemmum ætlaða eingöngu til að komast yfir skattfrjálsan hagnað. Að vera með fleiri hundruð plöntur er bisniss sem menn eru í til að eignast skjótfenginn gróða, ekki hugsjón.

Ég held að lögleyfing kannabis minnki sum vandamál, auki önnur og skapi nokkur ný. Það er reynslan frá öðrum. Held þetta sé óþarfi. Er ekki nauðsynjavara eða neitt sérstakt "þjóðþrifamál" í dag.

Hins vegar er óþarfi að gera mikið mál úr þessu. Óþarfi að hafa harðar refsingar (enda eru refsingar í kannabismálum frekar vægar). Mér þætti heldur ekkert að því að fólk geti átt 2-3 plöntur sjálft heima hjá sér til eigin nota. Eins og þeir sem brugga sér bjór og léttvín. En þegar þetta er orðin svona framleiðsla eins og nú er verið að uppræta í hrönnum er þetta klárlega glæpur á víðum grundvelli þess hugtaks.

Páll Geir Bjarnason, 28.3.2009 kl. 02:17

62 identicon

ég held að flestir myndu kjósa það að greiða fullan skatt af kannabisræktun ef það stæði til boða, það er að segja ef það myndi undanskilja þá frá lögregluaðgerðum. ég hins vegar held það myndi leysa fleiri vandamál en það myndi skapa að lögleiða.. allavega með áfengið þá komu nokkur ný vandamál en það leystust fleiri á sama tíma. þótt ég sé dyggur stuðningsmaður lögleiðingu kannabis, ekki endilega sem vímuefnis heldur sem afurðar í allskyns sköpun þá finnst mér þessar stóru verksmiðjur heldur öfgakenndar.

Það er aðallega ástæða bannsins sem er að angra mig en kannabis var bannað 1927 eða var það 37 í usa. en búið er að sýna fram á það að fyrsta rannsóknin sem var gerð í usa var eftir 1970 og hafði allt aðra niðurstöðu en fyrirrennara hennar, enda sami maður anslinger sem stóð fyrir þeim flestum ef ekki öllum. Enda var sköpuð sérstök nefnd á vegum bandaríska þingsins til að rannsaka hvort ætti að lögleiða kannabis og komst sú nefnd að því að bannið væri að hafa mikið verri áhrif en það væri að hafa góð og mælti með lögleiðingu. en forsetinn tók gagnstæða afstöðu við nefndina sem hann skapaði sjálfur og hélt banninu áfram.

þetta er bara ekki svona stórt vandamál, fólk dópar ef það vill dópa það verður ekki stoppað. en mér þætti gaman að sjá hvað fólk myndi gera ef áfengis bannið yrði tekið upp á nýtt. ef þú yrðir stimplaður DÓPISTI og AUMINGI ef þú yrðir tekin fullur og það yrði til þess að þu misstir vinnu og kæmi svo í veg fyrir að þú fengir aðra vinnu.

EN er ekki frekar ósanngjarnt að lögreglan skuli velja hvaða lögum hún framfylgir? en það er bannað samkvæmt lögum að vera fullur á almannafæri, en samt erum við með skemmtistaði? og eru þá allir sem ganga á milli staða lögbrjótar sem ættu að vera sakfelldir með sömu aðferðum og þeir sem neyta kannabis!

sigfús (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 10:47

63 identicon

svo ein önnur spurning fyrir ykkur sem gjörsamlega hatið kannabis en hafið ekki kynnt ykkur það?

við skulum taka okkur smástund og efast aðeins um þennan kunningjagróða kapitalisma sem hefur nauðgað okkur í áraraðir. og gefa okkur það að þetta sé mannlegt fólk sem getur misst sig í græðgi eins og þessir sem stóðu bakvið stórverksmiðjurnar.

plantan cannabis sativa getur framleitt:

1. einangrun sem er mjög eldvarin

2. timpur sem er sveigjanlegra, sterkara og býr en einnig yfir eldvörn

3. plantan inniheldur einar sterkustu trefjar sem við eigum í dag

4. hægt er að skapa olíu úr fræjunum sem við gætum notað á farartæki og aðra olíuþurfa hluti.

5. sápur og þvottaefni

6. 4 sinnum meiri pappír við minni mengun en í dag á sama svæði. en verið er að höggva skóga bæði í amazon og afríku til að búa til lítil ræktunarsvæði fyrir bómul og aðra hluti til að skapa atvinnu og gjaldeyri fyrir fátækar þjóðir, en jarðvegurinn eyðileggst vegna jurtana sem ræktaðar eru þar. kannabis hins vegar skilur jarðveginn eftir í betra ásigkomulagi en áður og myndi því ekki þurfa að höggva meira og meira heldur nota sama svæðið margsinnis.

7. finnst engum furðulegt að við gætum búið til sápu, föt, pappír, olíu, plast, timpur sem er það helsta sem við notum í okkar samfélagi í dag, allt úr einni plöntu? sem hefur verið notuð í mörg þúsunud ár. en samt er hún bönnuð og ofsótt í flestum stöðum heimsins!

8. fyrir utan það að kannabis plantan í náttúrulegu umhverfi gerir gífurlega góða hluti fyrir ozonlagið, en hún er að afkasta svipað og tré þrátt fyrir 100falt styttri líftíma og stærð.

þegar ég heyrði þessar upplýsingar fyrst þá efaðist ég mjög, svo heyrði ég hana á ótrúlegustu stöðum, the british house of lords hafa meðan annars staðið að rannsóknum sem endaði með jákvæðum niðurstöðum fyrir þessa blessaða plöntu.

plantan getur framleitt nánast allt sem við þurfum náttúrulega. en er samt bönnuð, af hverjum var hún bönnuð??? af þeim sem áttu pappírsverksmiðjurnar, olíufyrirtækin og önnur fyrirtæki sem stóðu frami fyrir tapi með lögleiðingu kannabis. það eru gífurlega margir sem græða á því að kannabis sé bannað, þeir sömu og búa til auglýsingarnar og hanna lögin um bannið.

það sem skiptir mig mestu máli er að lögleiða plöntuna til að nota til framleiðslu á nytjavörum. hægt er að rækta kannabisplöntur með sama og 0 virkni! afhverju eru þær þá ekki ræktaðar um allan heim fyrir þessa hluti sem við þurfum? af því það er horbjóðslega ríkt fókl sem tapar á því. og annað ríkt fólk sem tapar á því að það yrði lögleitt sem vímuefni.

 það kom rannsókn í ljós núna um daginn man ekki hvort það var á vísi eða mbl.is en til að geta dáið af kannabis þá þarftu að neyta magns sem samsvarar 1/3 af líkamsþyngd. ég held að coca cola sé banvænna en það

sigfús (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband