Leita í fréttum mbl.is

Blómavasinn minn

Á borðinu hjá mér er blómavasi, glær úr gleri. Í Tinnabókunum kom alltaf orðið GLIRR! þegar gler brotnaði. Eftirminnilegt. Ég fór um daginn út í garð og týndi blóm í vasann. Þau eru nú orðin visin og það er byrjaður að vaxa arfi í yfirborðinu. Ég þarf að fara aftur út og tína fleiri blóm. Í næsta húsi er verið að háþrýstiþvo eitthvað. Ég er svangur, það er hádegi. Ég ætla í klippingu í dag. Er kominn með lubba. Fæ mér etv. kaffibolla á Kaffi Klatch. Þar afgreiðir listrænn strákur og skrýtin stúlka situr ósjaldan í sófanum. Hún samkjaftaði ekki við mig um daginn og var með lyfjabiblíuna. Spurði mig hvor ég væri með AIDS. Ég sagðist ekki vita til þess. Hún fletti einhverju lyfi upp í bókinni og talaði um það. Hún var þar aftur í gær. Ég talaði ekki við hana. Svo fór hún. Talaði við tvær kenndar unglingsstúlkur sem voru að reykja fyrir utan bar. Þær voru að fagna degi heilags Patreks. Önnur var akfeit. Fífillinn sem ég tíndi er orðinn að fífu. Áður voru lavenderstrá í vasanum. Ilmuðu vel en dreifðust um allt. Í garðinum eru sóleyjar. Best ég tíni þær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Prósi, en vil eindregið vara við Sóleyjum.

Ragnhildur Kolka, 18.3.2009 kl. 22:52

2 identicon

Lyfjabiblían já! Maður þyrfti nú að fjárfesta í einni slíkri. Kveðja til ykkar allra :)

Ólöf Viktorsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 16:47

3 identicon

Mér finnst þetta skemmtilegar fréttir

Magga Hugrún frænka þín (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 114023

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband