Leita í fréttum mbl.is

Hefðbundið lýðræði

Hver kannast ekki við að hafa tekið þátt í hefðbundnu og frekar hallærislegu prófkjöri? En ekki lengur. Nú er búið að finna upp nýja og mjög lýðræðislega leið til að velja á lista. Til að fagna hinni nýju aðferð sem annars vegar kallast Samfylkingarlýðræði (þar sem alvitrir foringjar raða sjálfum sér efst og leyfa ræflunum að berjast um neðri sætin) og hins vegar Vinstri grænt lýðræði (þar sem kynferði er sett í öndvegi án tillits til hæfileika eða vinsælda) hefur Egozentric ™®© París, Mílanó, Las Vegas, New York, hannað bol sem sýnir fram á svart á hvítu hversu óspennandi og óheillandi hefðbundið prófkjör er. Eini kosturinn við hefðbundna prófkjörið er sá að þar er ekki gerður neinn greinarmunur á hvað er í klofi frambjóðendanna svo lengi sem einhvers staðar í grenndinni sé rass. Sagt er að sami rassinn sé undir þessu liði hvort sem er og því skipti kynið engu máli. Egozentric™®© vill ekki taka undir það en telur að öllum sjónarmiðum eigi að gera jafn hátt undir höfði, sérstaklega ef á þeim er hægt að græða.

Hefðbundið lýðræði

Hefðbundið prófkjör. Stærð 1-100. Litur svartur. Láta í körfu. Sýndu að þú getur greint kjarnann frá hisminu, skóginn frá trjánum og aðalatriðin frá aukaatriðunum. Gakktu um í bol til staðfestingar um það. Láttu ekki gargið glepja þér sýn. Verð aðeins 50 dalir. Eignastu alla prófkjörsseríuna (3 boli) fyrir aðeins 400 dali. Áritaða fyrir 700 dali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þú ert skemmtilegur en ég er ekki sammála þér!

Hvaða stjórnmálakerfi vilt þú annað en lýðræði?

Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Svavar Guðmundsson

Góður! 

Ég ætla að leggja inn pöntun á seríunni allri.  Ég hef ekki tölu á öllum þeim sms-um sem ég fékk um helgina frá stjórnmála-rassum.  Ég held að ég sé skráður í alla flokka, m.v. frá hverjum ég fæ sms.  Reikningar frá stjórnmála-rössum skipa heiðurssess í heimabankanum mínum, þ.e. þeir eru allir undir flipanum "faldir reikningar"

Svavar Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 17:58

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þú er rosa fyndinn með þessa lýðræðisáróðursboli þína fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Hvar er annars Lýðræði Sjálfstæðisflokks?

Karl (af uppaætt)

Karl (með afskrifað kúlulán fyrir 900 milljaraða)

Karl (dæmdur afbrotamaður með uppreita æru - en ekki frá forseta heldur frá formanni flokksins, forseta alþingis (líka úr flokknum) og formanni hæstaréttar (líka úr flokknum)

Karl (sem hlýðir flokkseigendafélaginu úr Valhöll skýlaust)

Karl eða kona (sem hlýðir flokkseigendafélaginu úr Valhöll skýlaust)

Karl (sem hlýðir flokkseigendafélaginu úr Valhöll skýlaust)

----

og hvar er Framsókn? Eða viltu e.t.v. ekki styggja flokkinn sem þið vonið að bakkið spillingun ykkar upp og myndi með ykkur enn eina siðleysisríkisstjórn auðvaldssinna á Íslandi?

!!!

Þór Jóhannesson, 16.3.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Já koddu með fleiri flokkaboli. Nokkrir eftir...

Guðmundur Bergkvist, 17.3.2009 kl. 09:45

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þór Jóhannesson: Eina tenging bolarins við Sjálfstæðisflokkinn er sú að þar er fyrirkomulagið ekki ólýðræðislegt; það er: Hæfileikarnir eru í framboði en ekki kynið eða forystan búin að raða sjálfri sér fyrirfram á listann. Fordómar þínir gagnvart frambjóðendum flokksins hafa ekkert með þetta að gera. Ein spurning til þín: Hver er sá þingmaður sem fengið hefur mest fé greitt úr ríkissjóði vegna eftirlaunalaganna umdeildu? Sem flokksbundinn Framsóknarmaður er ég raunar sárhneykslaður á þér vegna þess að umrætt lýðræði á líka við um Framsóknarflokkinn og það var hann sem ég var að tala um, okkar á milli. Ég hlakka til að sjá hvaða snillingar verða á framboðslista Borgarahreyfingarinnar. Verðir þú þar á meðal, er ekki nokkur vafi á að margir munu kjósa flokkinn. Þú ert augljóslega greindur maður og skarpur.

Beggi óðalsbóndi biður um fleiri boli vegna þess að fleiri flokkar eru til. Ég segi við Begga eins og aðra sem vilja tonn á móti tonni og misskilja herfilega frjálshyggju (hún er aldrei ríkistryggð, hvernig getur hún þá hafa vaðið hér uppi síðustu árin?) að verið er að fjalla um fyrirkomulag prófkjöra, ekki flokkana sem slíka.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.3.2009 kl. 20:52

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þór Jóhannesson, 17.3.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 114002

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband