Leita í fréttum mbl.is

Hass lögleitt í Kaliforníu?

Mikil eru vandræði Kaliforníuríkis. Það á engan pening. Til að grynnka á skuldunum hyggjast stjórnmálamenn þess lögleiða hassið, gera það að venjulegri söluvöru og setja á það skatt og stoppa með honum upp í gatið á fjárlögunum.

Þetta er einhver mesta snilldartillaga sem frá nokkrum stjórnmálamanni hefur komið. Ég held að ekkert ríki á jarðkringlunni hafi fleiri einstaklinga í fangelsi fyrir hasssölu, -reykingar eða -ræktun en Kalifornía. Um leið og lögleitt væri hassið mætti sleppa þeim gúbbum sem gerðust svo djarfir að vesenast með það (selja, neyta, smygla, rækta) og segja svo upp öllum þeim lögregluþjónum sem hafa ekkert betra að gera en eltast við hasshausa og öllum þeim fangavörðum sem hafa ekkert betra að gera en hanga yfir hasshausum. Stórkostlegur sparnaður!

Það líður ekki sá dagur að maður sjái ekki frétt um það á Íslandi að þessi eða hinn hafi verið gripinn við hassræktun og þaðan af verra. Hugsið ykkur hvað það mætti spara mikið í löggæslunni á Íslandi ef þeim heimskulega eltingarleik væri hætt og hver og einn látinn meta það, rétt eins og með áfengið, hvort hann setur efnin í líkama sinn eða ekki.

Með þessu er ég ekki að mæla hassreykingum bót, eingöngu að benda á hversu bannið við hassreykingum er heimskulegt. Með slíku banni er verið að taka rétt og stjórn af fólki, réttinn til að lasta og stjórnina til að taka ákvarðanir í eigin málum. Engum ætti að dyljast að dópneysla er hættuleg, hvort sem dópið heitir tóbak, hass eða áfengi. Hversvegna þá að mismuna dópinu? Hver er það nákvæmlega sem telur sig þess umkominn að meta hvað er gott og hvað er vont dóp? Þarf ekki að kæra þessa hróplegu mismunun til mannréttindadómstóls Evrópu? Herra dómari: Hvers vegna má kaupa áfengi úti í búð en ekki hass? Hvers á hassið að gjalda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ehmm? Þú ert auðvitað að tala um Mríuanna (Marijuana). Hass er allt annað dóp. Ekki þarf mikð til að gera hellings skriffinsku ónýta.

JASi (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 05:58

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Auðvitað! Ég meinti marjúana. Takk fyrir leiðréttinguna.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.2.2009 kl. 17:50

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hass er reyndar ekki allt annað dóp. THC er efnið sem fólk er að sækjast eftir. Svona álíka að segja að bjór og vodka sé sítthvort efnið.

Annars er ég algjörlega sammála þér Sigurgeir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.2.2009 kl. 20:31

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta með að eltast við fullorðið fólk og fylgjast með því hvað það setur í eigin líkama er dýr aðgerð.

Geir Ágústsson, 28.2.2009 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 114002

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband