Leita í fréttum mbl.is

Svartir dagar

Ég gleymi ekki þeim degi þegar ég frétti að það ætti að ríkisvæða stjórnmálaflokkana á þingi. Situr ljóslifandi í minningunni við hliðina á deginum þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir.

Það að stjórnmálaflokkarnir séu á framfæri ríkisins er einhver mesta hneisa Íslandssögunnar. Það eru svik við lýðræðið og þjóðina. Þau ólög verður að afnema ekki seinna en strax. Þau hljóta að vera brot á stjórnarskránni.

Framtíðarstefna Íslands ætti tvímælalaust að vera sú að minnka sem frekast er unnt þann sjóð sem stjórnmálamenn ráðskast með. Það gerir tvennt: Minnkar líkur á spillingu og eykur frelsi með ábyrgð.

það þarf stjórnmálaflokk í framboð á Íslandi sem þiggur ekki fé frá ríkinu (utan þings sem innan) og hefur á stefnuskránni að auka ábyrgð hvers og eins.

Daginn sem ég frétti af ríkisvæðingu stjórnmálaflokkanna var ég að fara til Þóris Óskarssonar flugstjóra vegna Loftleiðamyndarinnar sem ég vann þá að. Við Beggi vinur minn vorum að fara að taka viðtal við hann. Ég man ég lagði bílnum frekar langt frá heimili hans fyrir mistök. Það var sagt frá þessu í útvarpinu meðan ég var að leggja. Ég var svo reiður að ég byrjað á því að tala um þetta þegar Þórir bauð okkur inn. Hann horfði á mig undrandi og sagðist svo vera sammála mér. Síðan jafnaði ég mig og gat tekið viðtalið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er hrædd um að þér verði seint að ósk þinni. Hugtök eins og lýðræði og ábyrgð eru til sparibrúks hjá stjórnmálamönnum, en liggja í glatkistunni þess á milli.

Kannski ef einhver alvara er í þessum nýju framboðum, þá gæti komið fram krafa um niðurfellingu á ríkisstyrknum þanning að allir stæðu jafnir, en líklegra þykir mér að ný framboð kalli bara eftir styrkjum sér til handar.

Ragnhildur Kolka, 23.2.2009 kl. 17:43

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, meðan niðurskurðarhnífurinn er í yfirvinnu um allt hækka svo styrkir ríkisins til flokkanna.

Ingvar Valgeirsson, 24.2.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband