Leita í fréttum mbl.is

Gátan um jólatréđ leyst

Ég man hvađ ég hló ađ Dave Allen ţegar hann gerđi grín ađ ţeim siđ ađ taka árlega afskoriđ tré inn í stofu og skreyta ţađ. Hef alltaf furđađ mig á ţessu, en tekiđ ţátt engu ađ síđur, enda jólabarn. Um daginn fékk ég skyndilega einskonar vitrun, áttađi mig á ţví hvers vegna ţetta er gert. Jólin eru sólstöđuhátíđ ţar sem ţví er fagnađ ađ daginn er tekiđ ađ lengja á ný. Jólatréđ, eđa sólartréđ, er vitaskuld tákn ţess ađ brátt tekur gróđurinn viđ sér og trén laufgast. Jólatréđ er hrísla sem tekin er inn í hús og laufguđ međ skrauti. Jólaserían og kúlurnar eru tré í skrúđa međ ávöxtum. Auđvitađ! Ađ ég skyldi ekki átta mig á ţessu fyrr!

Setjum lauf á tréđ og fögnum

Eđliegast er ađ taka lauflausa hríslu og skreyta, en grenitrén eru líka falleg. Ég fyrir mitt leyti fagna hćkkandi sól engu minna ţótt skeggjađur mađur í skikkju ráfi um í veislunni. Sagan af honum er skemmtilegur spuni utan á sólstöđuhátíđina.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Guđmundsson

Skemmtilegar pćlingar hjá ţér séra Sigurgeir.  Sólartré er fallegt orđ yfir tré almennt.  Greinilegt ađ sólin skín á kollinn á ţér ţessa dagana.

Svavar Guđmundsson, 23.1.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Eygló

Já, en!  Ţarf ekki ađ grisja?

Viltu líka skýra ţetta betur út, ef ţú nennir:

"Ég fyrir mitt leyti fagna hćkkandi sól engu minna ţótt skeggjađur mađur í skikkju ráfi um í veislunni"

Minn skilningur er ekki klár. Finnst ţú hafir gleymt einu orđi...

Mér líđur virkilega illa útaf ţessu. Ég verđ ađ segja ţađ.

Eygló, 23.1.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Skeggjađi mađurinn í skikkjunni er sá mađur sem gleymt hefur afmćlisdegi sínum en heldur ađ hann sé um ţetta leyti.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 24.1.2009 kl. 17:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband