Leita í fréttum mbl.is

Glápti um of

Glæpur að glápa

Guttormur Melsteð bifvélavirki hlaut nýlega dóm, 10 daga skilorðsbundið fangelsi, fyrir glæp sem flestum þykir heldur lítilfjörlegur, en er etv. til marks um breytta tíma. Er hann sá fyrsti sem dæmdur er eftir nýju lögunum sem samþykkt voru skömmu eftir að Vinstri Grænir og Samfylkingin settust í ríkisstjórn. Aðspurður sagði Steingrímur J. Sigfússon dómsmálaráðherra að þetta væri bara byrjunin. Ósiðleg hegðun á netinu verði ekki liðin, í hvaða formi sem hún birtist. „Við höfum öfluga eftirlitssveit sem fylgist með borgurunum á netinu. Eftir síðustu aukafjárveitingu var hægt að fjölga um 1000 manns í sveitinni og fjárfesta í öflugri eftirlitsbúnaði. Í framtíðinni hyggjumst við virkja enn fleiri til eftirlitsins því meinið er enn mjög margt á netinu, meira en sú úrvalssveit sem við höfum nú á að skipa ræður við.“

Guttormur vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar netlögreglan ruddist inn á heimili hans í Bogahlíðinni fyrr í vetur og handtók hann og gerði tölvuna upptæka. „Það var ekki fyrr en ég var kominn niður á stöð að ég komst að því hvað það var sem ég hafði gert af mér,“ sagði Guttormur í samtali við Slefað og skeint. „Glæpurinn var sá að ég hafði glápt of mikið á Ítalíu!“ Hvernig kom það til? spyr blaðamaður. „Ég var að velta fyrir mér hvert ég átti að fara í fríinu í sumar og hafði opnað Google-jörð forritið og var að skoða Toskana-hérað á Ítalíu. Ég hef trúlega glápt í yfir 5 mínútur sem er hámarkið skilst mér.“ 

Dómsmálaráðherra sagðist ekki tjá sig um einstök mál, en taldi hámarks gláptíma 5 mínútur á hvert land hæfilegan, óháð stærð. „Þau eru öll jafn stór á tölvuskjánum, fer bara eftir því hversu nálægt viðkomandi áhorfandi er,“ sagði ráðherrann og benti jafnframt á að það séu fjölmörg lönd í heiminum sem hafa samþykkt sambærileg lög. Er blaðamaður spurði hvaða lönd það væru sleit ráðherrann símtalinu. Nánari rannsókn leiddi í ljós að Búrma, Kúba, Lýbía, Norður Kórea og Noregur hafa gert gláp refsivert. 

Slefað og skeint vonar að Guttormur haldi skilorðið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 113987

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband