Leita í fréttum mbl.is

Forgarðurinn in memoriam

Þessi Helvítis umræða minnti mig á þá nöpru staðreynd að það er búið að leggja Forgarðinn niður. Páfinn gerði það víst um daginn. Helvíti er eins og hús sem á að rífa en ekki er sátt um það. Þá er það gert í smám saman. Forgarðurinn tekinn, sjálft anddyrið þar sem óskírðu börnin fengu að húka. Ég skil svo sem vel að páfinn hafi viljað leggja þann leikvöll niður, því hver myndi vilja þurfa að vaða í gegn um öskrandi krakkaskara á leið sinni til Helvítis? Hvers áttu þær sálir að gjalda? Var ekki nóg að vera dæmdur til vítisvistar?

Og börnin, hvert fóru þau þegar forgarðurinn var lagður niður? Væntanlega til Helvítis. Þau eru ekki fyrr komin þangað en það á að loka Helvíti líka. Þetta er ófremdarástand sem þarf að taka á og upp á næsta kirkjuþingi.

Blessuð sé minning Forgarðs Helvítis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Minnir helst á húsafriðunar stefnu Reykjavíkurborgar.

Ragnhildur Kolka, 29.3.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Beturvitringur

Ragnhildur stal af mér glæpnum! Ég sá það sama/svipað.

Katólarnir eru nú ekki allir þar sem þeir eru séðir; eins og fleiri breyta þeir ýmsu eftir "smag og behag". Ég sem hélt að í Biflíunni mætti ekki breyta svo miklu sem stafkróki. Las það e-s staðar í henni, en það getur svo sem hafa verið e-r "önnur" útgáfa. Það er oftast skýringin þegar ég spyr e-n úr "öðrum" hópi.

Beturvitringur, 29.3.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: AK-72

Fyrst það er farið að kreppa aphjá bönkunum þá er það nú sjálfgefið að það þarf einnig að hagræða í helvíti:)

AK-72, 30.3.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 114001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband