Leita í fréttum mbl.is

Undarleg tilviljun

Um daginn bloggaði ég um vin minn sem varð fyrir þeirri niðurlægingu að vera hafnað af Sorpu. Mér fannst viðeigandi að setja mynd af sófa með greininni og sló enska leitarorðið „sofa“ í google myndir. Margar myndir fundust eins og vænta mátti og margar komu til greina. En það komu ekki bara myndir af „sofa“ heldur líka þar sem íslenska orðið sofa kom fyrir og á einni þeirra voru tveir gaurar sofandi í sófa. Mér fannst myndin smellpassa við greinina og setti hana því með.

Kolbeinn sefur á sínu græna eyraSkömmu eftir að færslan birtist hringdi vinur minn í mig og spurði hvar ég hefði fengið myndina með sögunni um ófarir hans í Sorpu, ég sagði honum sem var og bætti við að mér hafi þótt hún einkar viðeigandi, flassið speglaðist í glugganum og sófinn lúðalegur sem og sofandi strákarnir. Eftir nokkra þögn sagði hann: „En það er Kolbeinn [dulnefni] sem er á myndinni.“ „Hvaða Kolbeinn?“ spurði ég. „Kolbeinn minn, sonur minn, hann er á myndinni.“ Ég hváði við og sagði að það gæti ekki verið, það væri of mikil tilviljun til að geta staðist. En vinur minn, sem við skulum kalla Svavar, var næstum sannfærður og bað mig að senda sér slóðina þar sem myndin birtist. Ég gerði það og skömmu síðar kom staðfesting: Jú, þetta var Kolbeinn og enginn ófrægari. Hann hafði farið í LAN (Leikið sér Að Netinu) leik með vinum sínum sem stóð lengi yfir, heila nótt, sem skýrir hvers vegna þeir lágu sofandi í sófanum.

Sjaldan hef ég orðið fyrir annarri eins tilviljun og þessari. Ég þekkti drenginn ekki á myndinni, þótt ég þekki hann vel, því hann liggur með hálft höfðið undir púða. Ég segi bara eins og gamla konan: „Ja hérna.“

Nöfnum hlutaðeigandi hefur verið breytt svo þeir verði ekki fyrir óþægindum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúleg tilviljun, vel til fundið hjá þér að breyta nöfnunum, þannig að enginn hljóti "skaða" af.  Sem sagt sófinn lifir ennþá á alnetinu!!!

Svavar Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 113987

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband