Leita í fréttum mbl.is

Þykkar og þunnar bækur

Jæja, þá er komið að listanum góða. Ekki eru margar bækur á honum í ár, en þeim mun betri. Sumar bækur eru þykkari en aðrar, en það þarf þó ekki að þýða að í þeim sé meira efni.

Bókahillan í nærmynd

Biblían í nýrri þýðingu 1872 bls.

Biblían í nýrri útgáfu án blóðsúthellinga, mannfjandsamlegra viðhorfa og söguskýringa sem standast ekki, 5 bls. Útg. JPV.

Þróunaraðstoð í 30 ár, árangursrík hjálp, 5 bls. Útg. Hjálparstofnun Kirkjunnar.

Þróunaraðstoð í 30 ár, saga, umfang og kostnaður, 2490 bls. Útg. Hjálparstofunun Kirkjunnar.

Bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla blaaaaa! Ræður Steingríms J. Sigfússonar frá upphafi þingmannsferils hans. 9890 bls. Útgefandi Vinstri grænir með styrk frá ríkinu. (Stór bók í hillunni.)

Bla. Steingrímur J. Sigfússon í hnotskurn, helsti kjarni máls hans dreginn saman í handhægu riti. 2 bls. Útgefandi Vinstri grænir með styrk frá Ríkinu. (Lítil þykkspjaldabók í hillunni.)

Efnahagsundrið Ísland. Hinar miklu framfarir sem orðið hafa á Íslandi síðustu 16 ár útskýrðar. Höfundur Guttormur Melsteð. 250 bls. Útg. Bókafélagið.

Efnahagsviðundrið Reykjavík. Hin mikla skuldasöfnun og óstjórn sem verið hefur á Reykjavík undanfarin 16 ár í mesta efnahagsuppgangi Íslandssögunnar útskýrð. Höfundur: Guttormur Melsteð. 250 bls. Útg. Bókafélagið.

Gamansögur af Villa og Jóni. Í þessari bráðskemmtilegu bók eru sagðar gamansögur af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni fyrrverandi borgarstjóra og Jóni Sigurðssyni fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 5 bls. Útg. Orkuveitan. (Þunn þykkspjaldabók í hillunni.)

Ertu ekki að jóga? Handbók um hugleiðslu og jóga. Í bókinni eru einfaldar leiðbeiningar hvernig hægt er að sjá hvort náunginn sé í jóga eða einfaldlega bara að grínast. 50 bls. Útg. Jógaskóli Klöru.

Góða skemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Mikið rosalega langar mig að eyða tíma mínum að lesa 9000 blaðsíður af ræðunum hans Steingríms ...eða þannig...

Halla Rut , 28.12.2007 kl. 17:17

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

heheh...góður!

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2007 kl. 08:10

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert snilli.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.12.2007 kl. 11:39

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Góður!

"Biblían í nýrri útgáfu án blóðsúthellinga, mannfjandsamlegra viðhorfa og söguskýringa sem standast ekki, 5 bls. Útg. JPV." 

Mer synist þu ekki joga

Sindri Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 114024

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband