Leita í fréttum mbl.is

Hvar er lækkunin?

LEIÐRÉTTING: Ég var búinn að gleyma því að skatturinn var lækkaður úr 14% í 7% en ekki 24,5% svo glæpurinn er ekki eins hrikalegur og virðist í fyrstu. Það hefði engu að síður verið til siðs að lækka lítillega bækurnar milli ára.

Engin merki virðast vera um það að verð hafi lækkað á bókum milli ára, þótt skatturinn hafi verið lækkaður í 7% úr 24,5%. Dæmi um verð á bókum sömu höfunda milli ára:

2007

Harðskafi, Arnaldur Indriðason 4790. Aska, Yrsa Sigurðardóttir 4690. Dauði trúðsins, Árni Þórarinsson 4680.

2006

Konungsbók, Arnaldur Indriðason 4690. Sér grefur gröf, Yrsa Sigurðardóttir 4690. Farþeginn, Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson 4680.

Hver stal skattinum?

Allar bækur standa í stað í verði milli ára nema bók Arnaldar sem HÆKKAR um 100 krónur. Þetta eru leiðbeinandi verðin sem útgefendur prenta í Bókatíðindi. Bók sem kostaði 4690 í fyrra með 24% skattinum kostaði 3767 án skatts. Í ár kostar þessi sama bók 4383 án skatts. Hækkunin er 616 kr. milli ára. Það er talsverð upphæð. Nokkur læti urðu þegar sumir veitingastaðir lækkuðu ekki verð á mat sem nam skattalækkuninni, nú virðast allir hafa gleymt því skattur lækkaði líka á bókum í 7%. Svona viðskiptahættir eru ekki til fyrirmyndar. Lesendur geta borið saman verðin sjálfir, ef þeir kjósa svo.

Ástæðan fyrir því að þetta rifjaðist upp fyrir mér er sú að mér fannst verðið frekar hátt á bók sem var á sérstöku tilboðs tilboði, extralækkuðu súper Múskóverði í einhverri búðinni. Ég hef, sem áhugamaður um bókmenntir keypt bækur íslenskra höfunda í gjafir fyrir hver jól. Á því verður breyting í ár.


mbl.is Bókaflóðið í hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er svívirða. Reyndar er hægt að minnka mismuninn um ca 200 kall vegna verðbólgu....en samt

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2007 kl. 01:32

2 Smámynd: Kristján B. Jónasson

Nú þegar amk einn fjölmiðill hefur tekið þessa undarlegu færslu upp sem "frétt" væri það lágmarks kurteisi við íslenska bókaútgefendur að þú leiðréttir færsluna í samræmi við rauðletuð varnaðarorðin efst. Þegar virðisaukaskattur á íslenskar bækur var tekinn upp að nýju í júlí 1993 af þáverandi fjármálaráðherra, Friðriki Sophussyni, sem liður í baráttu Viðeyjarstjórnarinnar við að koma ríkisfjármálunum í lag með aukinni skattheimtu var ákveðið að koma á fót 14% þrepi. Þessi 14% virðisaukaskattur var á bókum, fjölmiðlaáskrift, húshitun og fleiri vörum fram til 1. mars 2007 þegar hann var lækkaður í 7%. Þar með er skattur á bækur á eðlilegu róli miðað við meðaltal Evrópulanda. Athyglisvert er að skatturinn var líka lækkaður á hljómdiskum og þá úr 24,5% niður í 7%. Er það ekki athugunarefni líka? Þar er miklu minna svigrúm til afslátta en hjá bókum svo verðið ætti að endurspegla þessa miklu skattalækkun. Í það minnsta sást þeirrar lækkunar vel stað eftir 1. mars. Bókaverð hefur lækkað miðað við hækkun vísitölu frá árinu 2000 og nánast staðið í stað ef miðað er við krónutölu. Auk þess er verðlistaverð í Bókatíðindum sjaldnast það verð sem neytendur greiða fyrir bækurnar sem gerir samanburðinn svolítið erfiðan og um leið að sumu leyti erfitt að átta sig á raunlækkun bókaverðs. Stutt ferð í Eymundsson eða Bónus hefði t.d. sýnt að Arnaldur var þar seldur undir 4.000 kr. stykkið. Einn af kostunum við frjálst bókaverð er að endursöluaðilar geta mótað sína verðstefnu og lækkun virðisaukaskatts hnykkir enn á raunlækkun bókaverðs til neytenda. Þess ber að geta að á hverju ári gerir Félag íslenskra bókaútgefenda könnun á viðhorfum almennings til jólabókamarkaðarins og þar hafa rúm 70% aðspurðra verið ánægð m. bókaverð undanfarin ár. Þetta er fyrst og fremst afleiðing frjálsrar og mikillar samkeppni á jólabókamarkaði.

Kristján B. Jónasson, 31.12.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég biðst innilega afsökunar á þessum mistökum, en ástæðan fyrir því að ég breytti ekki færslunni er sú að ég tel betra að lesendur sjái í hverju mistökin voru fólgin frekar en breyta færslunni eða eyða. Athugasemdin frá Kristjáni útskýrir það sem útskýra þarf.

Ég tel þá söguskýringu Kristjáns hæpna að telja virðisaukaskattinn sem settur var á bækur 1993 hafi verið sérstök aðgerð til að koma ríkisfjármálum í lag. Þó bækur séu vinsælar á Íslandi er ofmat að telja þær slíka matarkistu. Skattlagningin var miklu fremur sanngirnismál gagnvart öðrum vörum (t.d. hljómplötum og kvikmyndum) sem báru 24,5% skatt. Fagnaðarefni er að tónlist og ritlist sitji nú við sama borð en kvikmyndalistin hún er enn úti í kuldanum með 24,5% vsk. Það er mikið óréttlæti. Skattlagning á ekki að mismuna. Það er grundvallaratriði.

Í lokin vil ég ítreka að ég biðst velvirðingar á mistökunum og vona að fleiri fjölmiðlar api ekki vitleysuna upp.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 2.1.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 114000

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband