Leita í fréttum mbl.is

Vínið í landinu

Í skoðanakönnuninni hægra megin á síðunni eru athyglisverðar upplýsingar um viðhorf þjóðarinnar til hvort vín skuli selt í sérstakri ríkisbúð eða einkabúðum. 70% vilja einkabúð. Það er afgerandi.

Áhugaverð er einnig samanburðarniðurstaðan úr hinum þremur spurningunum. Heil 44% treysta mér ekki til að fara út í næstu matvörubúð og kaupa vín með matnum. 44%! Það er ótrúleg tala. En þegar spurningin snýr að þessum sömu aðilum sjálfum, þá er nú annað uppi á teningnum. 29% treysta sjálfum sér ekki. Munurinn er 15%. Við þessi 15% vil ég segja þetta: Þið eruð ósómi Íslands, þið eruð hræsnin uppmáluð. Ég skipa ykkur að hætta þessari afskiptasemi af fullorðnu fólki. Farið norður og niður!

Afskiptasemin kristallast enn frekar í þriðju spurningunni. 80% missa sig ekki í útlöndum þótt vínið fáist í öllum búðarholum. Vitaskuld ekki. Það er hlægilegt að hugsa til þess að Jón Jónsson hlaupi til í Kaupmannahöfn og drekki sig fullan við kassann í matvörubúð, bara vegna þess að vínið fæst þar en ekki í sérstakri ríkisbúð.

Andúðin gegn því að vín verði selt í venjulegum búðum á Íslandi er sýnishorn af stjórnsemi og í einhverjum tilvikum misskilinni umhyggju fyrir þó fullorðnu fólki. Áfengisvandinn mun ekki breytast neitt við það að vínið fáist víðar. Fíkniefnavandinn er viðvarandi þótt engin búð selji ólögleg fíkniefni. Það hefur ekkert með búðirnar að gera.

Sama hvert litið er, er undarlegur tvískinnungur í gangi, einskonar Jekyll og Hyde heilkenni. Vínauglýsingar eru bannaðar í íslenskum fjölmiðlum, en blasa hvarvetna við í erlendum fjölmiðlum sem eru engu minna áberandi á Íslandi en þeir íslensku. Auk þess er farið í kringum bannið með því að auglýsa léttöl og vín eru „kynnt“. Jekyll vill ekki að ég geti keypt rauðvín með matnum en Hyde treystir sjálfum sér fullkomlega til þess.

Hér er skilti sem ég bjó til í bræði minni. Það er ekki til sölu, það er til háðungar.

Skilti fyrir hræsnara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðileg jól og hafðu það sem allra best  Present 





Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 114010

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband