Leita í fréttum mbl.is

Sigurgeir Orri gagnrýnir Pútín harðlega

Í þrumandi ræðu sem Sigurgeir Orri hélt á Laugardalsvellinum nýlega gagnrýndi hann Pútín Rússlandsforseta harðlega og sagði hann ekkert annað en einræðisherra sem léti myrða andstæðinga sína eða varpa þeim í fangelsi, samanber Önnu Politkovskaiu og Kodorkovski. Einnig sagði Sigurgeir Orri að hann héldi Rússlandi í heljargreipum valdagræðgi sinnar og að Pútín og lagsmenn hans væru í raun glæpaklíka sem stjórnaði landinu eins og það væri fyrirtæki í þeirra eigu. Að nú um stundir snerist allt líf Pútíns um að búa svo um hnútana að hann geti haldið völdunum án þess að þurfa að kveikja í stjórnarskránni. Um miðbik ræðunnar sagði Sigurgeir Orri það skýr merki um einræðistilburði Pútíns að hann hafi skrúfað fyrir alla frjálsa fjölmiðla og félagasamtök og komið í veg fyrir að fylgst væri með komandi kosningum af Öryggisstofnun Evrópu. Lokaorð Sigurgeirs Orra voru: „Herra Pútín, við sjáum í gegn um þig, við þekkjum glæpamenn sem dulbúa sig sem stjórnmálamenn. Gerðu landi þínu það mesta gagn sem þú nokkru sinni hefur gert: Virtu leikreglur lýðræðisins og farðu frá völdum eins og stjórnarskráin segir til um.“
mbl.is Pútín gagnrýnir Vesturlönd harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Góður.

Helgi Viðar Hilmarsson, 21.11.2007 kl. 23:17

2 identicon

Eg tekki Sigurgeir Orra lika og hans lika, lika. Hann tekkir ørugglega ekki muninn a gædum Russlands og gøllum Bandarikjanna, enda ørugglega bædi olæs og skrifandi. Ad halda tvi fram ad Putin se ad segja folki sinu annad en sannleikann er hvilik hræsni. Eg hefdi viljad vera a Laugardalsvellinum umræddan dag en var i stadinn a Idrætsparken Kaupannahøfn ad hlusta a islenska tjodsønginn. Sigurgeir Orri! tu ert ørugglega einn af teim sem hefur alltaf latid annarra folks skodanir trufla tinar. Hættu ad hugsa og lattu adra segja ter hvad er best.

Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 19:30

3 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Góður, þetta er illmenni. Verst að það er svipaða sögu hægt að segja um vin þinn hann Bússa í Bandaríkjunum. Hann notar bara aðeins þróaðari aðferðir við þetta.

Guðmundur Bergkvist, 25.11.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 113946

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband