Leita í fréttum mbl.is

Vandi sjálfan sig af kaffi – óvart!

Sigurgeir Orri (40) varð fyrir því óláni um daginn að venja sjálfan sig af kaffi. „Það gerðist þannig að ég fórMyndin tengist fréttinni ekkert til útlanda og kom þreyttur inn í búð kvöldið sem ég lenti og keypti kaffipakka,“ Sagði Sigurgeir Orri í samtali við blaðið. „Morguninn eftir hellti ég upp á kaffi sem var í sterkari kantinum vegna þess að ég kunni ekki á hlutföll vélarinnar. Þrátt fyrir það var ég ekkert sprækari og þurfti að leggja mig fljótlega eftir morgunmatinn. Taldi víst að tímamismun og flugþreytu væri um að kenna. Ég skakklappaðist í gegn um daginn og morguninn eftir hellti ég aftur upp á þetta fína ilmandi kaffi en fann þó ekkert fyrir þessum hefðbundna hressleika sem fylgir fyrsta kaffibolla dagsins og lagði mig fljótlega eftir morgunmatinn. Taldi víst að ég væri að jafna mig eftir sjö klukkustunda tímamismun og uppsafnaða flugþreytu. Skakklappaðist í gegn um daginn og hellti upp á morguninn eftir og fór út í göngutúr með litla gaurinn okkar Ragnar Orra (0,7). Á leiðinni fór ég að finna til mikils höfuðverkjar og almennrar vanlíðunar. Ég vissi af apóteki í nágrenninu og þrælaði mér þangað og bað afgreiðslukonuna um að finna handa mér verkjatöflur og vatn til að skola þeim niður með. Hún gerði það samviskusamlega og ég var eins og heróínsjúklingur fyrir framan hana skjálfandi og fölur með kaldan svita á enninu meðan hún opnaði pilluglasið og hellti í lófann á mér. Þá var barnið orðið þreytt og farið að orga svo ég ákvað að fara beinustu leið heim. Mig var farið að gruna að ekki væri allt með felldu varðandi kaffið og þegar ég kom heim gaumgæfði ég pakkann og rak þá augun í litla áletrun sem á stóð: DECAF. Þá áttaði ég mig á því hvað kaffi með KOFFEINI er mikið yndislegt eiturlyf sem mig langar aldrei til að hætta að taka.“ Þú ráðleggur sem sagt engum að venja sig, eða einhvern í fjölskyldunni, af kaffi án þess að viðkomandi viti af því? „Það geri ég ekki, en bendi kvikindum á að þetta er fyrirtaks hrekkur.“

Slefað og skeint vonar að ekkert kvikindi lesi þessa frétt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Kvikindi kunna ekki á netið, þannig að þú getur verið rólegur. Það verður bara fólk sem les fréttina.

Guðmundur Bergkvist, 25.10.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Koffeinlaust kaffi er allt í lagi - ef maður á gott amfetamín. Annars ekki.

Ingvar Valgeirsson, 26.10.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 114015

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband