Leita í fréttum mbl.is

Kirsten Byrnes gerði vísindamenn S.þ. að gjalti

Þannig er mál með vexti að í Andfætlingalandi, sem í daglegu tali er nefnt Ástralía, hefur undanfarin misseri verið þurrkatíð. Mikil ótíð og margir farið illa út úr henni, ekki síst bændur, bæði í landbúnaði og skíðabúnaði. Vísindamenn IPCC sem stendur fyrir „International Panel of Climate Change“ (Alþjóðlegt samsafn af aulabárðum sem fjalla um loftslagsbreytingar) setti fram hávísindalega spá um að það yrði þurrkur til ársins 2030 að minnsta kosti. Þetta var 7. apríl 2007. Andfætlingar supu hveljur. Ég vona að engir hafi stytt sér aldur.

Tveimur vikum seinna bendir Kristen Byrnes á að samkvæmt gögnum sem hún hafi skoðað séu miklar líkur á að breytinga sé að vænta, að Ástralir geti farið að dusta rykið af regnhlífum sínum. 18 maí fór svo að rigna hressilega.

15 ára stúlka sagði til um veðurfar eftir mánuð. Vísindamenn Sameinuðu þjóðanna spáðu þurrki í áratugi. Ef þeir geta ekki einu sinni sagt til um veður eftir mánuð, er nokkrar líkur á að þeir geti spáð fyrir um veðrið til 2030? Ekki til í dæminu.

Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Ég vona að Mogginn og aðrir fjölmiðlar geri þessu skil, því þetta er stórmerkilegt mál. Og hún er aðeins 15 ára hún Kristen!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 114020

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband