Leita í fréttum mbl.is

Hvað með morðleikina?

Hræsnin bókstaflega æpir á mann. Ef þú hefðir tvo afarkosti, A) að vera nauðgað, B) að vera drepinn. Hvort myndirðu velja? Ef þú ættir kost á að fjarlægja einn japanskan leik af íslensku vefsvæði, A) Einn af þúsundum morðleikja, B) nauðgunarleik. Hvorn myndir þú velja?

Hringekjan sem nú er komin í fullan snúning er af sama toga og múgæsingin vegna klámráðstefnunnar sem átti að halda á Íslandi í vor. Hún er ættuð af Morgunblaðinu, því til skammar. Gripið er mesta hálmstrá í heimi til að fá útrás fyrir stjórnlyndið og frekjuna, og bent á ósmekklegan leik sem finna má á íslenskri vefsíðu. Ef leikurinn hefði ekki dúkkað upp á torrent.is hefði Morgunblaðið aldrei lagt af stað í þetta gönuhlaup. Þrátt fyrir að Morgunblaðið sé framarlega í netmálum, virðist það ekki gera sér grein fyrir að netið er alþjóðlegt, og þeir sem áhuga hafa á slíkum leikjum, miklu fleiri nú, þökk sé Morgunblaðinu, sækja hann einfaldlega á erlendar vefsíður. Að vísu bendir Árni Matthíasson á þessa staðreynd í opnu blaðsins og vekur það upp ljótar grunsemdir um Morgunblaðið sé einfaldlega í sorpblaðamennsku, leggist lágt í fréttaflutningi. Ekki er það betra. Trúlega er hér um sambland af þessu tvennu að ræða.

Ég tel að það sé styttra í netlögreglu en marga grunar. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu talar um það þurfi að „styrkja lögreglu hvað varðar heimildir viðvíkjandi Netinu“ í viðtali vegna þessa máls í Morgunblaðinu í dag. Sú staðreynd að lögreglan beitti sér fyrir því að leikurinn væri fjarlægður er dæmi um grófa misnotkun á valdi. Hafi íslenska lögreglan ástæðu til að ætla að leikurinn feli í sér lögbrot ætti hún að benda starfsbræðrum sínum í upprunalandi leiksins á það. 

Fólk sem virðir að vettugi rétt samborgaranna til að vera ósmekklegir og gerir sér almennt ekki grein fyrir stjórnarskrárvörðum rétti manna til frelsis, virðist vera orðinn valdamikill hópur hér á landi. Þegar það gerist, er ekki von á góðu.


mbl.is Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Morð eru til alls fyrst...

Bragi Þór Thoroddsen, 26.5.2007 kl. 09:54

2 identicon

Æi elsku frændinn minn. Mín vegna má gjarna fjarlægja svona ógeð af netinu. Vissulega má deila um hvað er ógeð... en nauðgun er vissulega mjög mikið ógeð. Barnaofbeldi er líka ógeð og mér finnst það fremur flokkast undir almenna skynsemi en forræðishyggju, að taka slíkt úr umferð. Réttur til ósmekklegheita, ef þau ganga út á að nauðga og misbjóða þeim sem ekki geta björg sér veitt, má gjarna verða að órétti að mínu mati.

Friður og ljós

maggabest (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 15:10

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sammála þér, að svo virðist vera sem að einhverjir séu að hneyksla til að vinna öðrum málum veg.

Hrannar Baldursson, 27.5.2007 kl. 01:25

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það er mikið understatement að segja að þessi leikur sé ósmekklegur.

ég hvet þig til að kynna þér inntak hans.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.5.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 113945

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband