Leita í fréttum mbl.is

Vertu Þaraður

Ég ætla í samkeppni um sölu aflátsbréfa við Kolvið undir nafninu Þaraður.is. Mín hugmynd er miklu sniðugri og ódýrari en Kolviðar.

Fyrir mengunardrulluna sem druslan þín spreðar út í loftið skal ég fleygja 100 afleggjurum af þara út í Faxaflóa. Fyrir aðeins 10.000 krónur mun ég friða samvisku þína, ekki bara í ár, heldur til eilífðar. Ef þú hugsar um það, kæri mengunardrulluhali, þá er mitt tilboð miklu betra og hagstæðara en Kolviðar. Ég tryggi 100% lausn undan nagandi sektarkennd, samviskubiti og öryggisleysi. Lífið mun brosa við þér, einmanaleiki og minnimáttarkennd hverfa eins og höglin gerðu í hretinu í gær. Þér mun aldrei framar líða eins og aumingja sem átt ekkert skilið og ekkert getur.

Kæri lesandi, láttu ekki gáfusvipinn á veðurfræðingnum í auglýsingum Kolviðar blekkja þig, komdu heldur til mín og láttu mig um að snúa lífi þínu til betri vegar. Í kaupbæti færðu iðagrænan hafsbotn í kring um landið, betra loft í lungun og grænan rafgeymi til að setja á arinhilluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Þnjöll lausn.

Kallaðu mig Komment, 22.5.2007 kl. 14:48

2 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Þnjöll lauþn, öllu heldur!

Kallaðu mig Komment, 22.5.2007 kl. 14:49

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki alveg að skilja útreikningana á síðunni þeirra. Samkvæmt reiknivélinni þá koma 5,7 tonn af koldíoxíði úr úrblæstri bílsins míns við brennslu 2.160 l af dísilolíu! Hvernig má þetta vera?

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.5.2007 kl. 18:00

4 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Þetta er það gáfulegasta sem ég hef heyrt lengi og alveg brilliant gegn markaðssetningu á bílum til kolefnisjöfnunar - yfirleitt í eitt ár.  Ég ek  um á bensínbíl ´98 sem eyðir að jafnaði 12 lítrum á 100km en hefur aldrei verið jafnaður.   Hins vegar held ég að minn hafi í gegnum tíðina ekki valdið náttúru lands miklum skaða.  Þetta er bull út í eitt. Takk, þú bjargaðir mínum degi því ég þoooooli ekki bull. 

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 26.5.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 114003

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband