Leita í fréttum mbl.is

Trú og ofbeldi

Hefur enginn tekið eftir mynstrinu? Ofbeldi og trú eru eins og síamstvíburar.

Í sambandi við þessa sorglegu frétt langar mig að birta tilvitnun í Nóbelsverðlaunahafann Steven Weinberg:

„Trú er móðgun við mannlega reisn. Hvort sem trú væri til eða ekki, myndi gott fólk gera gott og vont fólk illt. En til þess að gott fólk geri illt, þarf trú til.“

Ég sendi ættingjum fólksins hugheilar samúðarkveðjur.

--- 

Könnun í Fréttablaðinu í dag sýnir að 57,2% landsmanna er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Þar sem ég hef alltaf verið ákaflega hlynntur sölu ríkisfyrirtækja er ég fylgjandi aðskilnaði, enda eru fá rök fyrir því að ríkið haldi uppi einni trúardeild fremur en annarri, ekki síst á tímum aukinnar fjölbreytni í því sem fólk kýs að trúa á.


mbl.is Útgefendur Biblíunnar myrtir í Tyrklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er barnaleg einföldun að skipta heiminum í „gott fólk“ og „vont fólk“. Öfgafull trú, og hvað þá trú yfirleitt einsog nóbelsverðlaunahafinn heldur fram, er ekki eini orsakavaldur þess að fólk „geri illt“. Slíkt er fásinna. Orsakavaldarnir geta bæði verið líffræðilegir og félagslegir og eru fjölmargir og mismundandi innan þeirra sviða. Það þarf ekki mikinn sérfræðing til álykta það.

Það má að sjálfsögðu gagnrýna trúarbrögð og trúfélög fyrir ýmislegt, en svona fullyrðingar, hvar niðurstaðan er fengin fyrirfram og innihaldslausu kjaftæði síðan bætt við til að styðja hana, eru vitleysa, hvort sem höfundurinn er nóbelshafi eða ekki. Slíkt bendir ekki á neinar lausnir og er harla ómálefnalegt. 

Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 11:58

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Bjarni Þór Sigurbjörnsson virðist hafa misskilið tilvitnunina í Steven Weinberg. Af þeim sökum breytti ég þýðingunni lítilsháttar svo það fari ekki á milli mála hvað hann er að segja. Sökin er mín fyrir að þýða þetta ekki betur, en Steven er ekki að skipta heiminum í gott og vont fólk heldur benda á það að hvort sem trú væri til eða ekki myndi gott fólk vera til og vont fólk vera til. Með öðrum orðum: Siðferði hefur ekkert með trú að gera. Þar sem áður stóð: „Með eða án trúar“ er nú: „Hvort sem trú væri til eða ekki“. Það er áhugaverð spurning hvaða afsökun glæpamenn myndu hafa fyrir ódæðisverkum ef engin væri trúin.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 20.4.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Bjarni Þór Sigurbjörnsson virðist hafa misskilið tilvitnunina í Steven Weinberg. Af þeim sökum breytti ég þýðingunni lítilsháttar svo það fari ekki á milli mála hvað hann er að segja. Sökin er mín fyrir að þýða þetta ekki betur, en Steven er ekki að skipta heiminum í gott og vont fólk heldur benda á það að hvort sem trú væri til eða ekki myndi gott fólk vera til og vont fólk vera til. Með öðrum orðum: Siðferði hefur ekkert með trú að gera. Þar sem áður stóð: „Með eða án trúar“ er nú: „Hvort sem trú væri til eða ekki“. Það er áhugaverð spurning hvaða afsökun glæpamenn myndu hafa fyrir ódæðisverkum ef engin væri trúin.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 20.4.2007 kl. 21:51

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Bjarni Þór Sigurbjörnsson virðist hafa misskilið tilvitnunina í Steven Weinberg. Af þeim sökum breytti ég þýðingunni lítilsháttar svo það fari ekki á milli mála hvað hann er að segja. Sökin er mín fyrir að þýða þetta ekki betur, en Steven er ekki að skipta heiminum í gott og vont fólk heldur benda á það að hvort sem trú væri til eða ekki myndi gott fólk vera til og vont fólk vera til. Með öðrum orðum: Siðferði hefur ekkert með trú að gera. Þar sem áður stóð: „Með eða án trúar“ er nú: „Hvort sem trú væri til eða ekki“. Það er áhugaverð spurning hvaða afsökun glæpamenn myndu hafa fyrir ódæðisverkum ef engin væri trúin.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 20.4.2007 kl. 21:52

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Bjarni Þór Sigurbjörnsson virðist hafa misskilið tilvitnunina í Steven Weinberg. Af þeim sökum breytti ég þýðingunni lítilsháttar svo það fari ekki á milli mála hvað hann er að segja. Sökin er mín fyrir að þýða þetta ekki betur, en Steven er ekki að skipta heiminum í gott og vont fólk heldur benda á það að hvort sem trú væri til eða ekki myndi gott fólk vera til og vont fólk vera til. Með öðrum orðum: Siðferði hefur ekkert með trú að gera. Þar sem áður stóð: „Með eða án trúar“ er nú: „Hvort sem trú væri til eða ekki“. Það er áhugaverð spurning hvaða afsökun glæpamenn myndu hafa fyrir ódæðisverkum ef engin væri trúin.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 20.4.2007 kl. 21:54

6 identicon

Ég skil hvað þú meinar, svo það er óþarfi að margendurtaka það.

Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 01:26

7 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég botna ekkert í þessu, ég botna ekkert í þessu, ég botna ekkert í þessu.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 21.4.2007 kl. 09:25

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sæll, Sigurgeir, ég er búin að lesa margar greinar eftir þig og verð að segja að þær eru skemmtilegar aflestrar.

Ég er ekki mikill trúmaður en ég held að trú geti ekki verið, í sjálfu sér vond eða góð. Frá mínum bæjardyrum séð er mikill munur á trú sem boðar líf án hefnda og trú sem leggur þær skyldur að hefna "Björn bónda"og alla hans fylgismenn. Það er þó rétt að fólk sem við teljum "vont" gengur stundum í trúfélag og misnotar aðstöðu sína á grófan hátt. Trúað fólk er allaveganna en það fer bæði eftir manneskjunni og trúnni hvernig útkoman er. Hver er trúin? Getur verið að fólk setji alla trú á sama básinn til að sleppa við að benda á augljósa galla í boðuninni. Dæmi. Kristinn trú hefur búið við samfelda gagnrýni í nokkuð mörg er og þjóðkirkjan hefur lagað sig að breyttum tíðaranda, það eru stöðugir árekstrar sem eru bara til góðs. En hvað með önnur trúarbrögð sem hafa aldrei fengið aðra gangnrýni en þá að öll trú sé vond trú, þar sem fólk er líflátið í sínu heimalandi fyrir að "móðga" spámannin.

Benedikt Halldórsson, 22.4.2007 kl. 01:35

9 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Sæll Benedikt, þakka þér fyrir. Við erum svo lánsöm á vesturlöndum að geta gagnrýnt trúmál sem önnur mál. Trúarmál hafa orðið áberandi síðkastið, og það er ekki síst þessvegna sem ég er að beina sjónum mínum æ meir að þessum málum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.4.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 114016

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband