Leita í fréttum mbl.is

Lausnin er einföld

Það er ótækt að Ísland þurfi að reiða sig á velvild manna í norska olíusjóðnum sem hafa hagsmuni þess sjóðs fyrst og fremst að leiðarljósi. Það er glapræði að sá kostur sé uppi að fjársterkir aðilar geti tekið svona stöður. Eina raunhæfa lausnin fyrir Ísland er að taka upp dalinn. Þessi uppákoma er enn ein sönnun þess að krónan er úrelt, búin að vera, í alþjóðlegum fjármálaheimi.
mbl.is Tók stöðu gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Auðvita er krónan dauð,en hvaða mint er hægt að nota hér??

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 22.5.2010 kl. 16:08

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Dalinn. Það er að mínu mati raunhæfari kostur en Evran, sem er í miklum vanda. Raunar mun dalurinn falla mikið á næstu árum vegna gífurlegra skulda Bna.

Kosturinn við að nota dalinn, eins og Panama gerir til dæmis, er að þá þarf engan Seðlabanka sem er gífurlegur sparnaður fyrir þjóðarbúið. Það þarf heldur enga „hagstjórn“ sem hefur reynst íslendingum afar dýr.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.5.2010 kl. 00:56

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég held að það sé ekki hægt að bera þessi tvö lönd saman. Annað trópiskt og hitt við heimskautsbaug. Panama er smáríki sem hefur getað gert sig gildandi sem fjármálamiðstöð, en eðlislægt oflæti okkar hefur gert þá drauma að engu. Þeir hafa líka gert túrisma að tekjulind. Það hefur okkur reyndar tekist en við getum aldrei orðið að stórveldi í þeim efnum. Landið ber það ekki.

Við getum ekki lifað af þjónustu og því verðum við að framleiða. Við slíkar aðstæður er erfitt að vera upp á gjaldmiðil annarra kominn. 

Ragnhildur Kolka, 23.5.2010 kl. 14:51

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ragnhildur, það er vel hægt að bera þessi lönd saman, bæði eru þau smáríki sem flytja út og taka á móti ferðamönnum. Staðsetning landanna er aukaatriði.  Raunar er óþarft að vera með dalinn sérstaklega á Íslandi sem gjaldmiðil. Það ætti að vera gjaldmiðlafrelsi, hver og einn getur notað þann gjaldmiðil sem hann kýs. En rétt er að miða við myntkörfu eða dalinn fyrir opinberan rekstur.

Framleiðslan á Íslandi (ál, fiskur, ferðaþjónusta) er seld úr landi fyrir þá gjaldmiðla sem ég er að leggja til að verði notaðir á Íslandi. Það er engin ástæða til að skipta þeim í krónur. Því fylgir auka kostnaður. Þegar stjórnmálamenn tala um að gjaldmiðill verði að endurspegla verðmætasköpun í landinu eru þeir ekki að meina það heldur að gjaldmiðillin endurspegli efnahagslega óstjórn stjórnmálamanna. Gjaldmiðillinn fellur þegar stjórnmálamenn reka ríkið með halla. Það blasir við bæði í Kaliforníu og Grikklandi. Þessi ríki hafa ekki eigin gjaldmiðil og geta ekk fellt neitt gengi. Eina lausnin fyrir þau er að eyða minna en þau afla. Það virðist vera hæfileiki sem stjórnmálamönnum er síst gefinn. Þó er hann einn sá mikilvægasti sem stjórnmálamaður þarf að hafa.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 24.5.2010 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband