Leita í fréttum mbl.is

Orð og athafnir fylgjast ekki að

Dæmigert fyrir þessa menn, orðagjálfrið er algjörlega úr sambandi við athafnir. Þetta sýnir afar vel að jafnréttismál eru ekki ofarlega í huga þeirra. Þetta er áminning til allra að hlusta ekki á orð heldur líta eftir athöfnum. Hér töluðu athafnirnar einfalt tungutak sem allir skilja. Það var ekki fyrr en bent var á lagabrotið að þeir rönkuðu við sér. Munu jafnréttissinnar kjósa þessa flokka áfram?

það er raunverulega skelfileg tilhugsun að það skuli sett á nefnd til að finna leiðir til frekari skattahækkana ofan á þær sem nú þegar eru komnar. Þeir sem nú fara með völdin eru úti á þekju í þessum málum, fara ekki að ráðum sérfræðinga, heldur láta gamlar kreddur eða „hugsjónir“ - sem eiga rætur að rekja til sósíalismans og hafa allstaðar verið afsannaðar - ráða ferðinni.

Þegar skattar voru lækkaðir síðast, amaðist núverandi fjármálaráðherra við þeim, þær væru glapræði á þenslutímum. Skattalækkanir myndu auka útgjöld almennings og auka þensluna enn frekar. Miklu skynsamlegra væri að ríkið tæki þessa peninga (eða héldi þeim eftir). Eins og það sé trygging fyrir minni þenslu. Ekki þarf að líta annað en út á Reykjavíkurhöfn til að sjá hvílík þvæla þetta er, þar er ríkið að sólunda fé í svo miklum mæli að undrun sætir. Bílakjallarinn undir tónlistarhallarglapræðinu, er sá stærsti á landinu. Hann er í boði Vinstri Grænna. Gjörið svo vel.

Og nú, þegar kreppir að, þá er heldur ekki hægt að lækka skatta. Nú þarf ríkið enn meira. Á meðan aðrar þjóðir lækka skatta til að örva efnahagslíf fara Íslendingar þveröfuga leið og hækka þá og draga þannig máttinn enn frekar út fólkinu í landinu (eins og almenn efnahagslögmál eigi ekki við hér). Það er hlægileg della að halda að peningunum sé best fyrirkomið hjá ríkinu. Dæmið um tónlistarhöllina sannar það.

Stjórnmálamenn sem buðu sig fram sérstaklega til að gæta hags almennings reyndust bara vera að leika sér á launum, leika sér í stjórnmálaleik algerlega grunlausir um að húsið var að brenna ofan af þeim. Halda menn virkilega að hærri skattar séu lausnin? Aldeilis ekki. Það þarf að draga úr umsvifum ríkisins um lágmark tvo þriðju. Ríkisbáturinn er að fyllast. Þess verður ekki langt að bíða að hann sekkur undan bákninu. Stærsta verkefni vorra tíma er að minnka umsvif ríkisins.

Ég sakna þess að sjá ekki löglega skipaða nefnd sem leggur til hugmyndir um niðurskurð hjá ríkinu. Af nógu er að taka.


mbl.is Skipar starfshóp að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ertu alltaf að djöflast á þessu moggabloggi?

magga fræ (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 10:04

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

..nefnd - segir þú - sem leggur til hugmyndir um niðurskurð hjá ríkinu...

Það er ekki hægt að lá mönnum að bregða fyrir sig gálgahúmor eins og staðan er í dag, en þú hefur víst misst af því að nú stefnir í 100 milljarða halla á ríkissjóði í ár. Árið er rétt byrjað og þetta bætist ofan á 184 milljarða hallann frá því í fyrra.

Þetta kallar Steingrímur að moka flórinn.

Ragnhildur Kolka, 26.4.2010 kl. 21:23

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég er tilbúinn að setjast í slíka nefnd án þess að þiggja laun fyrir. Vinna ókeypis til að draga megi úr umsvifum ríkisins. Þá er ekki hægt að segja að ég sé á launum hjá ríkinu að leggja til að menn á launum hjá ríkinu verði reknir.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 27.4.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband